Fjármála- og efnahagsráðuneyti

245/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1166/2016 um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "eigi síðar en 12 mánuðum frá lokum reikningsárs" í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: fyrir lok hvers almanaksárs að loknu reikningsári.

Á eftir orðinu "skv. 2." í 1. málsl. 4. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: gr.

2. gr.

1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

"Ríki-fyrir-ríki skýrsla skal innihalda samanlagðar upplýsingar um fjárhæð hagnaðar/taps fyrir tekjuskatt, áfallinn tekjuskatt á yfirstandandi rekstrarári, greiddan tekjuskatt, skráð hlutafé, óráð­stafað eigið fé, fjölda starfsmanna ásamt upplýsingum um efnislegar eignir aðrar en handbært fé að því er varðar hvert það ríki þar sem heildarsamstæðan starfar.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 91. gr. a laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 10. mars 2017.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Ása Ögmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica