1. gr.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup skulu vera sem hér segir:
Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:
Vörusamningar |
21.571.317 kr. |
|
Þjónustusamningar |
21.571.317 kr. |
|
Verksamningar |
834.842.176 kr. |
Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér:
Vörusamningar |
33.322.856 kr. |
|
Þjónustusamningar |
33.322.856 kr. |
|
Verksamningar |
834.842.176 kr. |
2. gr.
Viðmiðunarfjárhæð vegna opinberra þjónustusamninga sem gerðir eru af opinberum aðilum, að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér og varðar þjónustu sem tilgreind er í 8. flokki í II. viðauka A, fjarskiptaþjónustu í 5. flokki, sem hefur samsvarandi stöðu í CPV-flokkuninni og CPC-tilvísunarnúmerin 7524, 7525 og 7526, og/eða þjónusta sem er tilgreind í II. viðauka B, er 21.571.317 kr.
3. gr.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna kostnaðarþátttöku opinberra aðila sbr. 13. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup skulu vera 834.842.176 kr. vegna verksamninga og 33.322.856 kr. vegna þjónustusamninga.
4. gr.
Viðmiðunarfjárhæð vegna kynningarauglýsingar á Evrópska efnahagssvæðinu vegna áætlaðra kaupa á einu ári er 66.645.712 kr. fyrir vöru- og þjónustusamninga og 834.842.176 kr. fyrir verksamninga, sbr. 35. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB er birt sem fylgiskjal við lög nr. 84/2007 um opinber innkaup.
5. gr.
Viðmiðunarfjárhæð vegna gerðar sérleyfissamninga um verk er 834.842.176 kr., sbr. 56. og 63. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB.
6. gr.
Viðmiðunarfjárhæð vegna hönnunarsamkeppni, sbr. 67. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB, skulu vera sem hér segir:
Opinberir aðilar að frátöldum sveitarfélögum, stofnunum þeirra, öðrum opinberum aðilum á þeirra vegum eða samtökum sem þessir aðilar kunna að hafa með sér: 21.571.317 kr.
Sveitarfélög, stofnanir þeirra, aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum og samtök sem þessir aðilar kunna að hafa með sér: 33.322.856 kr.
7. gr.
Viðmiðunarfjárhæðir skv. 1.-6. gr. reglugerðar þessarar gilda einnig um útboðsskyldu vegna innkaupa samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup sem Ísland er aðili að.
8. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1336/2013 frá 13. desember 2013 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, 2004/18/EB og 2009/81/EB að því er varðar beitingu viðmiðunarfjárhæða við útboð og gerð samninga, sem vísað er til í XVI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 99/2014, þann 16. maí 2014.
Reglugerðin er sett með heimild í 78. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og tekur þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 615/2012 um viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. júní 2014.
F. h. r.
Sigurður H. Helgason.
Hrafn Hlynsson.