1. gr.
Í stað orðanna "erlendra ferðamanna" í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: aðila búsettra erlendis.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari er að kaupandi vörunnar sé með fasta búsetu í öðru landi en á Íslandi. Til sönnunar á fastri búsetu erlendis skal kaupandi leggja fram vegabréf, vottorð Hagstofu Íslands um búsetu eða önnur skilríki sem ótvírætt sanna fasta búsetu í öðru landi. Útlendingar með fasta búsetu hér á landi eiga ekki rétt á endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari.
3. gr.
F-liður 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Nafn og heimilisfang kaupanda. Ef kaupandi er búsettur utan Norðurlandanna skal einnig tilgreina vegabréfsnúmer.
4. gr.
Við 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem verður 2. málsl. og orðast svo: Endurgreiðsluaðila er óheimilt að leysa ávísun til sín nema kaupandi sanni með fullnægjandi hætti að hann hafi fasta búsetu erlendis, sbr. 2. gr.
5. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis.
6. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 17. desember 1997.
F. h. r.
Bergþór Magnússon.