1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 1. gr. reglugerðarinnar:
Við 3. mgr. bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Jafnframt skal endurgreiða virðisaukaskatt af leigugjaldi sem greitt er fyrir notkun á húsnæði sem er embættisbústaður sendiherra eða skrifstofuhúsnæði sendiráðs. Þó skal ekki endurgreiða virðisaukaskatt vegna þjónustu sem tengist rekstri húseignarinnar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 30. maí 1996.
F. h. r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.
Hermann Jónasson.