Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1225/2007

Reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. - Brottfallin

1. gr.

Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir árið 2008:

 

frítekjumark

efra tekjumark

Tekjutrygging vegna eigin atvinnutekna

   

skv. b-lið 2. mgr. 16. gr.

327.000 kr.

 

Ellilífeyrir skv. 2. mgr. 17. gr.

2.296.111 kr.

3.324.111 kr.

Örorkulífeyrir skv. 5. mgr. 18. gr.

2.349.653 kr.

3.583.253 kr.

Örorkustyrkur skv. 1. mgr. 19. gr.

2.349.653 kr.

3.565.653 kr.

Örorkustyrkur skv. 2. mgr. 19. gr.

2.349.653 kr.

3.583.253 kr.

Aldurstengd örorkuuppbót (100%)

   

skv. 1. mgr. 21. gr.

 

3.583.253 kr.

Vasapeningar skv. 2. og 3. málsl. 8. mgr. 48. gr.

124.700 kr.

678.546 kr.

Vasapeningar vegna vinnu á stofnun

   

skv. 5. og 6. málsl. 48. gr.

741.582 kr.

 

2. gr.

Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir árið 2008:

 

frítekjumark

efra tekjumark

Endurhæfingarlífeyrir skv. 1. mgr. 7. gr.

2.349.653 kr.

3.583.253 kr.

3. gr.

Tekjumörk bóta samkvæmt reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir hvern mánuð ársins 2008:

   

efra tekjumark á mánuði

Frekari uppbætur skv. 1. mgr. 8. gr.

 

174.279 kr.

4. gr.

Frítekjumark: Með frítekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem ekki skerða greiddar bætur.

Efra tekjumark: Með efra tekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem valda því að bætur falla niður að fullu.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, og 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, öðlast gildi 1. janúar 2008. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1074/2006 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) samkvæmt lögum nr. 117/1993 um almanna­tryggingar.

Við samningu reglugerðar þessarar var höfð hliðsjón af 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2007.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica