1. gr.
Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir árið 2008:
frítekjumark |
efra tekjumark |
|
Tekjutrygging vegna eigin atvinnutekna |
||
skv. b-lið 2. mgr. 16. gr. |
327.000 kr. |
|
Ellilífeyrir skv. 2. mgr. 17. gr. |
2.296.111 kr. |
3.324.111 kr. |
Örorkulífeyrir skv. 5. mgr. 18. gr. |
2.349.653 kr. |
3.583.253 kr. |
Örorkustyrkur skv. 1. mgr. 19. gr. |
2.349.653 kr. |
3.565.653 kr. |
Örorkustyrkur skv. 2. mgr. 19. gr. |
2.349.653 kr. |
3.583.253 kr. |
Aldurstengd örorkuuppbót (100%) |
||
skv. 1. mgr. 21. gr. |
3.583.253 kr. |
|
Vasapeningar skv. 2. og 3. málsl. 8. mgr. 48. gr. |
124.700 kr. |
678.546 kr. |
Vasapeningar vegna vinnu á stofnun |
||
skv. 5. og 6. málsl. 48. gr. |
741.582 kr. |
2. gr.
Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir árið 2008:
frítekjumark |
efra tekjumark |
|
Endurhæfingarlífeyrir skv. 1. mgr. 7. gr. |
2.349.653 kr. |
3.583.253 kr. |
3. gr.
Tekjumörk bóta samkvæmt reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. janúar 2008 og verða sem hér segir fyrir hvern mánuð ársins 2008:
efra tekjumark á mánuði |
||
Frekari uppbætur skv. 1. mgr. 8. gr. |
174.279 kr. |
4. gr.
Frítekjumark: Með frítekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem ekki skerða greiddar bætur.
Efra tekjumark: Með efra tekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem valda því að bætur falla niður að fullu.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, og 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, öðlast gildi 1. janúar 2008. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1074/2006 um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) samkvæmt lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar.
Við samningu reglugerðar þessarar var höfð hliðsjón af 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Ragnheiður Haraldsdóttir.