1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á mengunarmarkaskrá viðauka I við reglugerðina:
EB-nr. | CAS-nr. | Efni | Mengunarmörk | Ath. | Nr. | |||
Fyrir 8 tíma | Þakgildi | |||||||
ppm | mg/m³ | ppm | mg/m³ | |||||
- | 12172-73-5 77536-66-4 77536-67-5 77536-68-6 132207-32-0 132207-33-1 12001-28-4 12001-29-5 |
Asbest | 0,01 þræðir cm³ |
|
|
|
K | 1) |
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2023/2668 frá 22. nóvember 2023 um breytingu á tilskipun 2009/148/EB um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna váhrifa af asbesti á vinnustöðum, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 220/2024, öðlast þegar gildi.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Bjarnheiður Gautadóttir.