Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

734/2002

Reglugerð um brottfellingu reglugerðar og reglna á sviði almannatrygginga. - Brottfallin

1. gr.

Eftirtalin reglugerð er felld brott:
Reglugerð nr. 296/1998 um greiðslur í fæðingarorlofi, með síðari breytingum.


2. gr.

Eftirtaldar reglur eru felldar brott:
Reglur nr. 341/1992 um úthlutun örorkustyrkja. Frá sama tíma falla úr gildi óbirtar reglur tryggingaráðs dagsettar 17. september 1999 um afgreiðslu barnalífeyris með örorkustyrk, sem settar voru með stoð í reglum nr. 341/1992.


3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað. Ákvæði 1. gr. kemur til framkvæmda 1. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 11. október 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica