Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis ber 14% virðisaukaskatt, sbr. 2. gr. þessarar reglugerðar, þó ekki sala á sælgæti og drykkjarvörum o.fl. vörum sem falla undir gjaldflokk D í lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum, né sala á áfengum drykkjum og ógerilsneyddri mjólk.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal sala veitingahúsa, mötuneyta og annarra hliðstæðra aðila á tilreiddum mat og þjónustu vera með 24,5% virðisaukaskatti, sbr. 3. gr.
Rekstraraðilar, sem falla undir 2. mgr., fá endurgreiðslu úr ríkissjóði skv. III. kafla.
Vörur í eftirfarandi tollskrárnúmerum bera 14% virðisaukaskatt:
|
0201.1000-0210.9009 |
Kjöt og ætir hlutar af dyrum. |
|
0302.1101-0307.9920 |
Fiskur, krabbadyr, lindyr og aðrir vatna- og sjávar-hryggleysingjar. |
|
0402.1000-0410.0000 |
Mjólkurafurðir, fuglaegg, náttúrulegt hunang og ætar vörur úr dyraríkinu, ót.a. |
|
0504.0001-0504.0009 |
þarmar, blöðrur og magar úr dyrum (þó ekki úr fiski), heilt og í stykkjum. |
|
0511.9118 og 0511.9119 |
Sundmagi, þurrkaður eða saltaður. |
|
0511.9901 |
Dyrablóð. |
|
0701.1000-0714.9000 |
Matjurtir og tilteknar rætur og hnyði. |
|
0801.1001-0814.0000 |
Ætir ávextir, hnetur og hyði af sítrusávöxtum eða melónum. |
|
0901.1100-0910.9900 |
Kaffi, te, maté og krydd. |
|
1001.1000-1004.0000 |
Hveiti, meslín, rúgur, bygg og hafrar. |
|
1005.9000-1008.2000 |
Maís (annar en fræ), rís, dúrra, bókhveiti og hirsi. |
|
1008.9000 |
Annað korn, ót.a. |
|
1101.0001-1105.2009 |
Malaðar vörur (korn, mjöl, bögglar og flögur). |
|
1106.1000 |
Mjöl úr þurrkuðum belgávöxtum. |
|
1106.2009 |
Mjöl úr sagó, rótum eða hnyðum. |
|
1106.3000 |
Mjöl úr ávöxtum og hnetum. |
|
1107.1000-1202.2000 |
Malt, sterkja, inúlín, hveitiglúten, sojabaunir og jarðhnetur. |
|
1206.0000-1208.9000 |
Sólrósarfræ, önnur olíufræ, olíurík aldin og mjöl úr þeim vörum. |
|
1211.9001-1211.9002 |
Plöntur og plöntuhlutar til manneldis (basilíkum, borasurt, mynta, rósmarín, rúturunni, salvía og malurt). |
|
1212.1000 |
Fuglatrésbaunir (jóhannesarbrauð). |
|
1212.2009 |
Sjávargróður og þörungar (söl o.fl.). |
|
1302.2001 og 1302.2009 |
Pektínefni, pektínöt, pektöt, jurtaslím og hleypiefni. |
|
1501.0011 og 1501.0021 |
Svína og alifuglafeiti. |
|
1502.0011 og 1502.0021 |
Fita af dyrum af nautgripaætt, kindum eða geitum. |
|
1503.0001 |
Svínafeitisterín, svínaolía, tólgarsterín, oleóolía og tólgarolía. |
|
1504.1001 og 1504.1002 |
þorskalýsi. |
|
1504.1004 |
Lýsi úr fisklifur, ót.a. |
|
1507.1001 og 1507.9001 |
Sojabaunaolía. |
|
1508.1001 og 1508.9001 |
Jarðhnetuolía. |
|
1509.1001 og 1509.9001 |
Ólívuolía. |
|
1510.0001 |
Aðrar olíur. |
|
1511.1001 og 1511.9001 |
Pálmaolía. |
|
1512.1101 og 1512.1901 |
Olía úr fræi sólblóma eða körfublóma. |
|
1512.2101 og 1512.2901 |
Olía úr fræi baðmullar. |
|
1513.1101 og 1513.1901 |
Kókoshnetuolía. |
|
1513.2101 og 1513.2901 |
Pálmakjarna- eða babassúolía. |
|
1514.1001 og 1514.9001 |
Repju-, kolsa- eða mustarðsolía. |
|
1515.2101, 1515.2901, |
Maísolía, sesamolía og önnur olía eða feiti ót.a. |
|
1515.5001 og 1515.9001 |
|
|
1516.1001-1516.2002 og |
Feiti eða olíur, hertar. |
|
1516.2009 |
|
|
1517.1011-1517.9009 |
Smjörlíki og blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum. |
|
1601.0001-1605.9029 |
Framleiðsla úr kjöti, fiski eða krabbadyrum, lindyrum eða öðrum vatnahryggleysingjum. |
|
1701.1100-1702.9009 |
Sykur (þó ekki skrautsykur). |
|
1703.1002 og 1703.1009 |
Reyrmelassi. |
|
1703.9009 |
Melassi, ót.a. |
|
1801.0000-1804.0000 |
Kakaóvörur, s.s. kakaóbaunir, kakaódeig og kakaósmjör (þó ekki kakaóduft). |
|
1806.2002 og 1806.9001 |
Búðingsduft, búðingar og súpur sem innihalda kakaó. |
|
1806.9002 |
Fæða sem inniheldur kakaó, sérstaklega tilreidd fyrir sjúka. |
|
1806.9008 |
Morgunverðarkorn sem inniheldur kakaó. |
|
1901.1000-1904.9000 |
Framleiðsla úr korni, fínmöluðu mjöli, sterkju eða mjólk. |
|
1905.1000 |
Hrökkbrauð. |
|
1905.4000 |
Tvíbökur, ristað brauð og áþekkar ristaðar vörur. |
|
1905.9011 og 1905.9019 |
Brauð. |
|
1905.9020 |
Ósætt kex. |
|
1905.9030 |
Saltkex og kryddkex. |
|
1905.9040 |
Kökur og konditorstykki. |
|
1905.9051 og 1905.9059 |
Bökur, þ.m.t. pítsur (pizza). |
|
1905.9060 |
Nasl (snack), ót. a. |
|
1905.9090 |
Brauðvörur, ót.a. |
|
2001.1000-2008.9909 |
Framleiðsla úr matjurtum, ávöxtum, hnetum eða öðrum plöntuhlutum. |
|
2101.1001-2101.3009 |
Kjarni, kraftur og seyði úr kaffi, tei eða maté. |
|
2102.1001-2102.3009 |
Ger og bökunarduft. |
|
2103.1000-2104.2009 |
Sósur, súpur og seyði og framleiðsla í það, blönduð bragðefni og bragðbætiefni, jafnblönduð samsett matvæli. |
|
2105.0001-2105.0009 |
Rjómaís og annar ís til manneldis. |
|
2106.1000 |
Próteinseiði og textúruð próteinefni. |
|
2106.9023 |
Blöndur jurta eða jurtahluta til lögunar á seyði. |
|
2106.9024 |
Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka. |
|
2106.9031-2106.9039 |
Búðingsduft, ót. a. |
|
2106.9049 |
Létt smjörlíki o.fl. að meginstofni úr feiti og vatni. |
|
2106.9052 |
Ávaxtasúpur og -grautar. |
|
2106.9059 |
ýmis matvælaframleiðsla, ót.a. |
|
2201.9001-2201.9002 |
Drykkjarvatn, annað en ölkelduvatn. |
|
2202.1002 og 2202.9002 |
Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka. |
|
2202.9001 |
Blönduð mjólk (25% eða minna blönduð m.v. rúmmál). |
|
2501.0001 |
Matarsalt í smásöluumbúðum, 5 kg eða minna. |
|
2836.1000 |
Ammóníumkarbónat (hjartarsalt) í smásölu-umbúðum, 1 kg eða minna. |
|
2836.3001 og 2836.4001 |
Karbónöt í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
|
2836.9901 |
Pottaska í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
|
2918.1200-2918.1300 |
Vínsyra. |
|
2922.4201 |
Glútamínsyra í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
|
2925.1101 |
Sakkarín og sölt þess í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
|
3203.0001 |
Matarlitur. |
|
3302.1001 |
Blöndur af ilmandi efnum til matvælaiðnaðar. |
|
3501.9001 |
Kaseínöt. |
|
3502.1001 og 3502.9001 |
Albúmín. |
|
3503.0011 og 3503.0021 |
Matarlím (gelatín o.fl.). |
|
3823.9027 |
Blanda úr sakkaríni og kemískum efnum í smá-söluumbúðum, 1 kg eða minna. |
Veitingastaðir, mötuneyti og hliðstæðir aðilar sem selja tilreiddan mat skulu innheimta 24,5% virðisaukaskatt af sölu sinni á vörum og þjónustu. Til þessara veitingastaða teljast veitingahús, skemmtistaðir, veitingastofur - þ.m.t. greiðasölur og mötuneyti önnur en skólamötuneyti - , veisluþjónustur (veitingaverslanir) og tækifærisveitingar í einkasölum, félagsheimilum og á útisamkomum. Smásöluverslanir, sem ekki þurfa veitingaleyfi fyrir rekstur sinn skv. lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististarfsemi, teljast ekki til veitingastaða, mötuneyta eða hliðstæðra aðila í skilningi þessa ákvæðis.
Skattstjóri úrskurðar um hvort sölustaðir flokkist undir 1. mgr. Úrskurður hans er kæranlegur til ríkisskattstjóra.
Endurgreiða skal rekstraraðilum veitingastaða, sem flokkast undir reglur 3. gr., fjárhæð er nemur 93,75% af innskatti hvers tímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt.
Hvert endurgreiðslutímabil samkvæmt reglugerð þessari er tveir mánuðir, þ.e. janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember.
Aðilar, sem eiga rétt á endurgreiðslu samkvæmt 3. mgr. 1. gr., skulu eigi síðar en 15. dag næsta mánaðar eftir lok endurgreiðslutímabils senda viðkomandi skattstjóra greinargerð um kaup á því endurgreiðslutímabili á vörum sem um ræðir í 2. gr.
Greinargerð samkvæmt 1. mgr. skal vera á sérstöku eyðublaði í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Skattstjóri skal rannsaka endurgreiðslubeiðni og leiðrétta hana ef hún er í ósamræmi við reglugerð þessa eða önnur fyrirmæli skattyfirvalda. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni ríkissjóðs um samþykki sitt til endurgreiðslu. Innheimtumaður annast endurgreiðslu.
Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram á reglulegum gjalddaga virðisaukaskatts vegna þess tímabils sem endurgreiðslan varðar. Frestur þessi framlengist þó ef skattstjóri getur, vegna atvika sem rekja má til umsækjanda, ekki gert nauðsynlegar athuganir á gögnum þeim sem beiðnin byggist á. Endurgreiðslubeiðnir sem berast eftir lok skilafrests skulu afgreiddar með greinargerð næsta tímabils.
Endurgreiðsla má því aðeins fara fram að ákvörðun um virðisaukaskatt liggi fyrir vegna fyrri tímabila. Kröfur um vangreiddan virðisaukaskatt ásamt álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslu.
Komi í ljós að endurgreiðsla samkvæmt reglugerð þessari hafi verið of há skal skattstjóri þegar í stað tilkynna aðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Um álag og dráttarvexti vegna of hárrar endurgreiðslu fer samkvæmt 27. og 28. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
Aðilar sem falla undir ákvæði 3. gr. skulu halda sérstakan innkaupareikning fyrir matvælaaðföng sem bera 14% virðisaukaskatt.
Aðili sem fær endurgreiðslu samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar skal færa hana á sérstakan tekjureikning í bókhaldi sínu. þá skal endurgreiðslan tilgreind annað hvort sérstaklega í ársreikningi sem fylgir skattframtali eða í skýringum með honum.
Að öðru leyti gildir eftir því sem við getur átt, reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.
Röng skýrslugjöf eða framlagning rangra eða villandi gagna, svo og röng upplýsingagjöf látin í té í því skyni að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar, varðar við 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt með síðari breytingum.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 14. gr. og 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 1994.
Fjármálaráðuneyti, 27. desember 1993.
F.h.r.
Indriði H. Þorláksson
Jón H. Steingrímsson