Eftirfarandi breytingar verði á 2. gr. reglugerðarinnar:
a)Tollskrárnúmerin 0201.1000-0210.9000 breytast og verða 0201.1000-0210.9090.
b)Tollskrárnúmerin 1001.1000-1004.0000 breytast og verða 1001.1001-1004.0009.
c)Tollskrárnúmerin 1005.9000-1008.2000 breytast og verða 1005.9001-1008.2009.
d)Tollskrárnúmerið 1008.9000 breytist og verður 1008.9001-1008.9009.
e)Tollskrárnúmerin 1101.0001-1105.2009 breytast og verða 1101.0010-1105.2009.
f)Tollskrárnúmerin 1517.1011-1517.9009 breytast og verða 1517.1001-1517.9009.
g)Tollskrárnúmerin 1601.0001-1605.9029 breytast og verða 1601.0010-1605.9029.
h)Tollskrárnúmerin 1901.1000-1904.9000 breytast og verða 1901.1000-1904-9009.
i)Tollskrárnúmerin 2105.0001-2105.0009 breytast og verða 2105.0011-2105.0029.
j)Við bætist efnisliðurinn 2106.9054.
Eftirfarandi breytingar verði á 3. gr. reglugerðarinnar:
1. mgr. orðist svo: Veitingahús, mötuneyti og hliðstæðir aðilar sem selja tilreiddan mat og þjónustu til almennings skulu innheimta 24,5% virðisaukaskatt af sölu sinni á vörum og þjónustu.
Við greinina bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. er orðist svo:
Smásöluverslanir, söluturnar og aðilar sem hafa með höndum tilfallandi matsölu og geta því ekki aðgreint aðföng vegna matsölu frá aðföngum til heimilishalds, teljast ekki til veitingahúsa, mötuneyta eða hliðstæðra aðila skv. 1. mgr. Sama gildir um aðila sem hafa með höndum framleiðslu tilbúinna rétta í heildsölu til matreiðslu eða neyslu.
2. mgr. verður 3. mgr.
Eftirfarandi breytingar verði á 4. gr. reglugerðarinnar:
Í stað "3. gr." kemur "1. mgr. 3. gr."
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 19. gr. laga nr. 122/1993, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytið, 3. ágúst 1995.
F. h. r.
Indriði H. Þorláksson.
Hermann Jónasson.