Velferðarráðuneyti

1205/2012

Reglugerð um breyting á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Grunnfjárhæðir húsaleigubóta skal ákvarða þannig, að grunnstofn til útreiknings húsa­leigu­bóta á mánuði skal vera 17.500 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við 14.000 kr. fyrir fyrsta barn, 8.500 kr. fyrir annað og 5.500 kr. fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000 - 50.000 kr.

Húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 50.000 kr. á mánuði.

Húsaleigubætur skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 0,67% af árstekjum umfram 2,55 millj. kr., sbr. 9. gr. laga um húsaleigubætur.

Að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga tekur velferðarráðherra ákvörðun um breytingar á grunnfjárhæðum húsaleigubóta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um húsaleigu­bætur.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal grunnstofn til útreiknings húsaleigubóta á mánuði vera 15.200 kr. fyrir hverja íbúð frá 1. janúar til 30. júní 2013. Enn fremur geta húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 47.700 kr. á mánuði frá 1. janúar til 30. júní 2013.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.

Velferðarráðuneytinu, 20. desember 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica