Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Velferðarráðuneyti

1205/2012

Reglugerð um breyting á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Grunnfjárhæðir húsaleigubóta skal ákvarða þannig, að grunnstofn til útreiknings húsa­leigu­bóta á mánuði skal vera 17.500 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við 14.000 kr. fyrir fyrsta barn, 8.500 kr. fyrir annað og 5.500 kr. fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000 - 50.000 kr.

Húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 50.000 kr. á mánuði.

Húsaleigubætur skerðast óháð fjölskyldustærð í hverjum mánuði um 0,67% af árstekjum umfram 2,55 millj. kr., sbr. 9. gr. laga um húsaleigubætur.

Að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga tekur velferðarráðherra ákvörðun um breytingar á grunnfjárhæðum húsaleigubóta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um húsaleigu­bætur.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. skal grunnstofn til útreiknings húsaleigubóta á mánuði vera 15.200 kr. fyrir hverja íbúð frá 1. janúar til 30. júní 2013. Enn fremur geta húsaleigubætur samkvæmt grunnfjárhæðum 1. mgr. þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 47.700 kr. á mánuði frá 1. janúar til 30. júní 2013.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 2013.

Velferðarráðuneytinu, 20. desember 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica