Félagsmálaráðuneyti

891/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 421/1992, með síðari breytingum. - Brottfallin

891/2000

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð fyrir vatnsveitur sveitarfélaga,
nr. 421/1992, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar:

a. 2. mgr. orðast svo:
Stofn til álagningar vatnsgjalds á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.
b. Í stað orðanna "hver verður líklegur álagningarstofn" í 3. mgr. kemur: hvert verður líklegt fasteignamat.
c. Í stað orðanna "0,3 hundraðshlutum af álagningarstofni" í 4. mgr. kemur: 0,5 hundraðshlutum af fasteignamati.


2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2001.


Félagsmálaráðuneytinu, 5. desember 2000.

F. h. r.
Húnbogi Þorsteinsson.
Guðjón Bragason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica