1. gr.
9. gr. orðist svo:
Gatnagerðargjald samkv. 6. gr. greiðist þannig að 20% greiðast þegar lagningu varanlegs slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. jú1í. Vextir og verðtrygging skulu vera í samræmi við kjör Byggðastofnunar á lánum er hún veitir til varanlegrar gatnagerðar.
2. gr.
10. gr. orðist svo:
Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun hreppsnefndar á hverjum tíma.
3. gr.
11. gr. orðist svo:
Heimilt er hreppsnefnd að fresta innheimtu gatnagerðargjalda af eigendum fasteigna sem náð hafa 67 ára aldri og þeim er eiga við sjúkdóm að stríða. Skilyrði fyrir frestun álagningar er, að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi eign og falli til álagningar í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt, þannig að forsendur frestunarinnar bresti.
4. gr.
12. gr. orðist svo:
Gatnagerðargjald má taka lögtaki í viðkomandi fasteign, og er það tryggt með lögveði í fasteigninni í næstu 2 ár eftir gjalddaga með forgangsveði fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, án tillits til eigendaskipta.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 og og 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 25. nóvember 1988.
F. h. r.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.