1. gr.
Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir í sveitarfélaginu, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök 1óð.
2. gr.
Gatnagerðargjald A er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við undirbyggingu götu með tilheyrandi lögnum.
3. gr.
Nú ákveður sveitarstjórn að leggja á gatnagerðargjald vegna nýbyggingar og skal þá miða gjald við ákveðinn hundraðshluta af byggingarkostnaði á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:
Einbýlishús 1.5%
Tvíbýlishús og 1.0%
Fjölbýlishús 0.5%
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1.5%
Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsn. 0.5%
Opinberar byggingar .. 1.5%
Bílskúrar . 1.5%
Önnur hús 0.5%
Gjald skal miða við stærð húss, skv. samþykktum uppdrætti. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miða við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirfarandi lágmarksstærðir
Einbýlishús með tilheyrandi bílageymslu 500 m2
Raðhús, tvíbýlishús, sambyggð einbýlishús, hver íbúð 400 m2
Fjölbýlishús, hver íbúð 300 m2
Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni minna.
Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur. Auk þessa gjalds skal lóðarhafi greiða kr. 45.00 af hverjum fermetra lóðar.
4. gr.
Gjöld samkvæmt 3. gr. breytast árlega samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar, sem gildir um áramót.
5. gr.
Gjalddagar gatnagerðargjalds samkvæmt 3. gr. skulu vera sem hér segir:
Ef um er að ræða leigulóð í eigu sveitarfélagsins, getur sveitarstjórn áskilið, að úthlutun verði háð því að full skil verði gerð innan ákveðins frests, áður en byggingarleyfi verður veitt eða sérstakur samningur gerður um greiðslur.
6. gr.
Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku húseiganda og lóðarhafa í að leggja bundið slitlag á götur og til lagningar gangstétta. Gjaldið nemur ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:
Einbýlishús 3.0 %
Tvíbýlishús 2.0%
Fjölbýlishús 1.0%
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði 3.0%
Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsn. 1.5%
Opinberar byggingar 3.0%
Bílskúrar 3.0%
Önnur hús 1.0%
Gjald af íbúðarhúsnæði skal aldrei vera lægra en sem svarar af 250 m3.
Auk þessa gjalds skulu lóðarhafar greiða í gatnagerðargjöld kr. 70.00 af hverjum fermetra lóðar.
7. gr.
Upphæð gatnagerðargjalda samkvæmt 6. gr. skal miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem er í gildi, þegar lagning varanlegs slitlags fer fram. Nú breytist vísitala, meðan á verki stendur, og skal þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.
8. gr.
Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla samkv. 3. og 6. gr. hvern um sig eða alla í einu um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytis.
9. gr.
Gatnagerðargjald samkv. 6. gr. greiðist þannig að 20% greiðist, þegar lagningu varanlegs slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðist með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum.
Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Vextir 10% greiðast eftir á á sömu gjalddögum.
10. gr.
Gatnagerðargjaldið má taka lögtaki í viðkomandi fasteign, og er það tryggt með lögveði í fasteigninni í næstu 2 ár eftir gjalddaga með forgangsveði fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði, án tillits til eigendaskipta.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51,/1974 og 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 16. ágúst 1976.
F. h. r. Hallgrímur Dalberg.
Skúli Sigurðsson.