243/2006
Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga. - Brottfallin
Felld brott með:
Breytingareglugerðir:
- 953/2014 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB, að því er varðar kröfur um upplýsingar um breytanleg og skiptanleg skuldabréf.
- 901/2013 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004, að því er varðar framsetningu og innihald lýsingar, grunnlýsingar, samantektar og endanlegra skilmála og að því er varðar upplýsingaskyldu.
- 722/2013 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004, að því er varðar samþykki fyrir notkun lýsingarinnar, upplýsingar um undirliggjandi vísitölur og kröfuna um skýrslu frá óháðum skoðunarmönnum eða endurskoðendum.
- 721/2013 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga.
- 215/2010 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga.
- 324/2008 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, með síðari breytingum.
- 169/2007 Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 243/2006, um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga.
1. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2005, frá 29. apríl 2005 um að fella inn í EES-samninginn og taka upp í innlendan rétt ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 809/2004 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB að því er varðar upplýsingar í lýsingum, svo og framsetningu þeirra, upplýsingar felldar inn með tilvísun, og birtingu lýsinganna, svo og dreifingu auglýsinga, merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn, nr. 64/2005, frá 29. apríl 2005, merkt fylgiskjal II. Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 73. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 23. mars 2006.
Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)