Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

209/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 719, 29. desember 1995, um leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 719, 29. desember 1995,
um leyfi afplánunarfanga til dvalar utan fangelsis.

1. gr.

2. mgr. 38. gr. breytist og hljóði svo:

Með nánum ættingjum í þessu sambandi er einungis átt við: Maka, börn, foreldra, systkin, föður- eða móðurforeldra, barnabörn, svo og föður- eða móðursystkin eða börn þeirra.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 30. gr. laga nr. 48, 19. maí 1988, um fangelsi og fangavist, til þess að öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 3. apríl 1997.

Þorsteinn Pálsson.

Hjalti Zóphóníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica