Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

330/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga nr. 372 25. október 1976 með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga nr. 372 25. október 1976 með síðari breytingum.

1. gr.

1. mgr. 6. gr. orðist svo:

Vinningar í happdrættinu skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal heildarverðmæti vinninga nema að minnsta kosti 50% of söluverði í öllum 12 flokkum.

 

2. gr.

Við 6. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Stjórn happdrættisins er heimilt að kveða svo á í vinningaskrá að falli fyrsti vinningur í flokki á óseldan miða leggist harm við fyrsta vinning í næsta flokki og þannig áfram uns fyrsti vinningur í flokki fellur á seldan miða. Gildir slíkur flutningur fyrsta vinnings einnig í 12. flokki þannig að harm flyst til 1. flokks á næsta happdrættisári.

 

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga nr. 18 22. apríl 1959, sbr. lög nr. 52/1976, lög nr. 115/1984 og lög nr. 24/1989, öðlast gildi 1. janúar 1993.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 27. ágúst 1992.

 

Þorsteinn Pálsson.

Jón Thors.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica