REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar,
nr. 556 29. desember 1993.
1. gr.
Í stað "Vátryggingaeftirlitsins" í 3. mgr. 6. gr., sbr. reglugerð nr. 532 31. ágúst 1998, komi: Fjármálaeftirlitsins.
2. gr.
1. mgr. 11. gr., sbr. reglugerð nr. 532/1998, orðist svo:
Við skráningu vélknúins ökutækis skal færa sönnur á að í gildi sé vegna ökutækisins vátrygging í samræmi við ákvæði umferðarlaga, og við skráningu eigendaskipta að ökutæki skal ganga úr skugga um að nýr eigandi (umráðamaður) hafi tryggt ökutækið lögmæltri vátryggingu. Við almenna skoðun ökutækis, svo og þegar afhent eru að nýju skráningarmerki ökutækis sem verið hafa í vörslu skráningarstofu eða aðila í umboði hennar, skal með sama hætti færa sönnur á að lögmælt vátrygging sé í gildi fyrir ökutækið.
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 4. mgr. 91. gr., 1. mgr. 94. gr. og 2. og 3. mgr. 96. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 3. maí 1999.
Þorsteinn Pálsson.
Ólafur W. Stefánsson.