Hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík er heimilt að reka veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar, er fram fara á vegum félagsins.
Veðmálastarfsemin fer fram þannig að veðjað er um, hver hestur verði hlutskarpastur í hverjum flokki, svo og í úrslitahlaupum.
Veðfjárupphæðin má nema allt að kr. 5.000 og greiðist veðmálastofnuninni gegn afhendingu veðmiða.
Veðfjárupphæðum hvers hlaups skal skipt þannig:
Að loknu hverju hlaupi skulu veðmálin reiknuð út, útkoman auglýst og vinningar greiddir út þegar í stað gegn framvísun veðmiða.
Engin upphæð verður endurgreidd af veðfé lögðu á hest, sem hleypur upp eða fer ekki af stað, og kemur af þeim eða öðrum ástæðum ekki til greina samkvæmt kappreiðareglum félagsins.
Ef hlaup verður ógilt í heild endurgreiðist veðfé að frádregnum 20%.
Vinningar greiðast í heilum tugum króna, þannig að vinningur hækki eða lækki í heilan tug samkvæmt almennum reglum. Ekki er ábyrgst að innskot fáist að fullu aftur.
Þeir, sem veðja, eru í einu og öllu háðir kappreiðareglum félagsins og úrskurði dómnefndar, t.d. missir hestur rétt til verðlauna, er knapi hans er dæmdur úr leik o. s. frv.
Veðmiðar verða ekki innleystir síðar en 1 klst. eftir að mótinu lýkur, og því aðeins að þeir séu með læsilegum tölum.
Óheimilt er að leyfa unglingum innan 16 ára að veðja.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 23 30. janúar 1945, öðlast þegar gildi og gildir til 5 ára.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2. júní 1995.
F. h. r.
Ólafur W. Stefánsson.
Jón Thors.