Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

58/1992

Reglugerð um dómþinghár og þingstaði. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um dómþinghár og þingstaði.

1. gr.

Landinu er skipt í eftirfarandi dómþinghár og eru þingstaðir sem hér segir:

1. Umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur er ein dómþinghá.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjavíkur.

2. Umdæmi héraðsdóms Vesturlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins á Akranesi.

Þingstaður: Lögreglustöðin Akranesi.

b. Umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vesturlands.

c. Umdæmi sýslumannsins í Stykkishólmi.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

d. Umdæmi sýslumannsins í Búðardal.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

3. Umdæmi héraðsdóms Vestfjarða skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

b. Umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

c. Umdæmi sýslumannsins á Ísafirði.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vestfjarða.

d. Umdæmi sýslumannsins á Hólmavík.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

4. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands vestra skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins á Blönduósi.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

b. Umdæmi sýslumannsins á Sauðárkróki.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands vestra.

c. Umdæmi sýslumannsins á Siglufirði.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

5. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands eystra skiptist í eftirfarandi dómpinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins á Ólafsfirði.

Þingstaður: Slysavarnarhúsið Strandgötu 25.

b. Umdæmi sýslumannsins á Akureyri.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands eystra.

c. Umdæmi sýslumannsins á Húsavík.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

6. Umdæmi héraðsdóms Austurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Austurlands.

b. Umdæmi sýslumannsins í Neskaupstað.

Þingstaður: Lögreglustöðin Neskaupstað.

c. Umdæmi sýslumannsins á Eskifirði.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

d. Umdæmi sýslumannsins á Höfn.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

7. Umdæmi héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins í Vík.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

b. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

c. Umdæmi sýslumannsins á Hvolsvelli.

Þingstaður: Lögreglustöðin Hvolsvelli.

d. Umdæmi sýslumannsins á Selfossi.

Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Suðurlands.

8. Umdæmi héraðsdóms Reykjaness skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

a. Umdæmi sýslumannsins í Keflavík.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

b. Umdæmi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

c. Umdæmi sýslumannsins í Hafnarfirði.

Þíngstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjaness.

d. Umdæmi sýslumannsins í Kópavogi.

Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.

2. gr.

Héraðsdómur Reykjavíkur skal halda regluleg dómþing tvisvar í viku.

Á eftirtöldum þingstöðum skal dómari halda

regluleg dómþing vikulega

Akureyri.

Hafnarfirði.

Á eftirtöldum þingstöðum skal dómari halda regluleg dómþing á tveggja vikna fresti

Borgarnesi.

Vestmanaeyjum.

Ísafirði.

Selfossi.

Sauðárkróki.

Keflavík.

Egilsstöðum.

Kópavogi.

 

 

Á eftirtöldum þingstöðum skal dómari halda

regluleg dómþing einu sinni í mánuði:

Akranesi.

Neskaupstað.

Stykkishólmi.

Eskifirði.

Blönduósi.

Hvolsvelli.

Húsavík.

 

 

 

Á eftirtöldum þingstöðum skal dómari halda

regluleg dómþing fimm sinnum á ári:

 

 

Búðardal.

Siglufirði.

Patreksfirði.

Ólafsfirði.

Bolungarvík.

Höfn.

Hólmavík.

Vík.

Eigi er skylt að halda regluleg dómþing í einkamálum frá 20. desember til 6. janúar og mánuðina júlí og ágúst.

Hver dómstóll ákveður nánar þingdaga á hverjum þingstað. Auglýsing um þingdaga og þinghlé skal birt í Lögbirtingablaði.

3. gr.

Heimilt er að halda dómþing í opinberum málum á eftirfarandi stöðum:

Í umdæmi héraðsdóms Vesturlands:

Grundarfirði.

Ólafsvík.

Í umdæmi héraðsdóms Norðurlands vestra:

Hvammstanga.

Í umdæmi héraðsdóms Norðurlands eystra:

Dalvík.

Raufarhöfn.

Þórshöfn.

Í umdæmi héraðsdóms Austurlands:

Vopnafirði.

Seyðisfirði.

Fáskrúðsfirði.

Djúpavogi.

4. gr.

Þrátt fyrir ákvæði í 1. og 3. gr. er héraðsdómara rétt að halda dómþing utan reglulegra þingstaða ef það þykir heppilegt til að upplýsa mál eða ef það horfir til hagræðis eða flýtis í máli.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum í 3. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92 1. júní 1989, öðlast gildi 1. júlí 1992.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 5. febrúar 1992.

Þorsteinn Pálsson.

Þorleifur Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica