Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

1109/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð um dómþinghár og þingstaði, nr. 395 29. júní 1998. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:

Landinu er skipt í eftirfarandi dómþinghár og eru þingstaðir sem hér segir:

  1. Umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjavíkur.
  2. Umdæmi héraðsdóms Vesturlands er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vesturlands.
  3. Umdæmi héraðsdóms Vestfjarða er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Vestfjarða.
  4. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands vestra er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands vestra.
  5. Umdæmi héraðsdóms Norðurlands eystra er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Norðurlands eystra.
  6. Umdæmi héraðsdóms Austurlands er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Austurlands.
  7. Umdæmi héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:
    1. Umdæmi sýslumannanna á Hvolsvelli, Selfossi og Vík.
      Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Suðurlands.
    2. Umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
      Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns.
  8. Umdæmi héraðsdóms Reykjaness er ein dómþinghá.
    Þingstaður: Skrifstofa héraðsdóms Reykjaness.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 21. gr. laga um dómstóla nr. 15 25. mars 1998, öðlast gildi 1. júlí 2011.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 28. desember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Bryndís Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica