Dómsmálaráðuneyti

1122/2017

Reglugerð um dómþinghár.

1. gr.

Umdæmi héraðsdómstóla annarra en Héraðsdóms Suðurlands skal vera ein dómþinghá.

Umdæmi Héraðsdóms Suðurlands skiptist í eftirfarandi dómþinghár:

  1. Þinghá sem tekur til sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Ásahrepps, Flóahrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðisbæjar, Sveitarfélagsins Ölfuss og Sveitarfélagsins Árborgar.
  2. Þinghá sem tekur til Vestmannaeyjabæjar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga um dómstóla, nr. 50/2016, öðlast gildi 1. janúar 2018. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um dómþinghár og þingstaði, nr. 395/1998, með síðari breytingum.

Dómsmálaráðuneytinu, 5. desember 2017.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica