Sjávarútvegsráðuneyti

363/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 311, 28. apríl 2003, um bann við línuveiðum við Suður- og Suðausturland. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný mgr. sem orðist svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal heimilt að nota sérbúna línu (haukalóð) til lúðuveiða.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 27. maí 2003 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 22. maí 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica