Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1027/2018

Reglugerð um flutning á óveiddu aflamarki í Snæfellsrækju frá fiskveiðiárinu 2017/2018 yfir á 2018/2019. - Brottfallin

1. gr.

Heimilt er að flytja óveitt aflmark Snæfellsrækju frá fiskveiðiárinu 2017/2018 yfir á fiskveiðiárið 2018/2019.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild 3. mgr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 983/2018, um heimild til flutnings á allt að 15% af aflamarki í Snæfellsrækju frá fiskveiðiárinu 2017/2018 yfir á fiskveiðiárið 2018/2019. Reglu­gerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. nóvember 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica