Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

456/2018

Reglugerð um úthlutun á WTO tollkvótum vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, smjöri, ostum, fuglseggjum og afurðum þeirra og unnum kjötvörum. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum skv. 12. gr. tollalaga nr. 88/2005 og viðauka III A, með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. búvörulaga nr. 99/1993.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tímabil innflutnings, vörumagn, verð- og magntoll:

  Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
      kg % kr./kg
Tollskrárnr.: Nautgripakjöt - vöruliðir 0202 og 0210   95.000    
0202.3xxx Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst 01.07.18-30.06.19   0 745
  Kjöt af dýrum af nautgripakyni, saltað þurrkað eða reykt:        
0210.2001 Beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 454
           
Tollskrárnr.: Svínakjöt - vöruliðir 0203 og 0210:   64.000    
0203.2100 Skrokkar og hálfir skrokkar 01.07.18-30.06.19   0 196
  Læri, bógur og sneiðar úr því, með beini        
0203.2201 Læri og lærissneiðar 01.07.18-30.06.19   0 392
0203.2209 Bógar og bógbitar 01.07.18-30.06.19   0 392
  Með beini        
0203.29xx Svínakjöt, fryst 01.07.18-30.06.19   0 604
  Af svínum fryst        
0206.4100 Lifur 01.07.18-30.06.19   0 65
0206.4900 Annað 01.07.18-30.06.19   0 161
0209.1000 Af svínum - svínafita 01.07.18-30.06.19   0 56
  Svínakjöt, saltað, þurrkað eða reykt:        
0210.1100 Læri, bógur og sneiðar úr því, með beini 01.07.18-30.06.19   0 319
0210.1200 Slög og sneiðar af þeim, beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 432
0210.1901 Reykt - beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 491
0210.1902 Annað 01.07.18-30.06.19   0 491
0210.1909 Annars - beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 491
           
Tollskrárnr.: Kinda- eða geitakjöt - vöruliðir 0204 og 0210:   345.000    
0204.3000 Lambaskrokkar, heilir eða hálfir - frystir 01.07.18-30.06.19   0 162
0204.4xxx Kindakjöt, fryst 01.07.18-30.06.19   0 556
0204.5000 Geitakjöt 01.07.18-30.06.19   0 162
  Annað, fryst:        
0206.9100 Svið (sviðahausar) 01.07.18-30.06.19   0 89
0206.9009 Annars 01.07.18-30.06.19   0 255
  Kindakjöt, saltað, þurrkað eða reykt.        
0210.9921 Beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 361
0210.9929 Annars 01.07.18-30.06.19   0 361
0210.9931 Beinlaust 01.07.18-30.06.19   0 532
0210.9939 Annars 01.07.18-30.06.19   0 532
           
  Kjöt af alifuglum - vöruliður 0207:   59.000    
Tollskrárnr.: Af hænsnum af tegundinni Gallus domisticus: 01.07.18-30.06.19      
0207.1xxx Af hænsnum, fryst 01.07.18-30.06.19   0 222
  Af kalkúnum:        
0207.2xxx Af kalkúnum, fryst 01.07.18-30.06.19   0 305
  Af öndum, gæsum eða perluhænsnum:        
0207.4xxx Af öndum, fryst 01.07.18-30.06.19   0 305
0207.5xxx Af gæsum, fryst 01.07.18-30.06.19   0 305
0207.6xxx Af perluhænsnum, fryst 01.07.18-30.06.19   0 305
           
Tollskrárnr.:     53.000    
0405.xxxx Smjör og önnur fita 01.07.18-30.06.19   0 299
           
  Ostur og ystingur:   119.000    
0406.1011 Skyr með viðbættum sykri eða sætiefni 01.07.18-30.06.19   0 213
0406.1019 Annað skyr 01.07.18-30.06.19   0 213
0406.1090 Annað 01.07.18-30.06.19   0 213
0406.2000 Hvers konar rifinn eða mulinn ostur 01.07.18-30.06.19   0 213
0406.3000 Fullunninn ostur, órifinn eða ómulinn 01.07.18-30.06.19   0 159
0406.4000 Gráðostur 01.07.18-30.06.19   0 245
0406.9000 Annar ostur 01.07.18-30.06.19   0 239
           
Tollskrárnr.:     76.000    
  Fuglsegg, í skurn, ný varin skemmdum eða soðin:        
  Frjóegg til útungunar:        
0407.1100 Af hænsnum af tegundinni Gallus domestictus 01.07.18-30.06.19   0 117
0407.1900 Önnur 01.07.18-30.06.19   0 117
  Önnur fersk egg:        
0407.2100 Af hænsnum af tegundinni Gallus domesticus 01.07.18-30.06.19   0 117
0407.2900 Önnur 01.07.18-30.06.19   0 117
0407.9000 Önnur 01.07.18-30.06.19   0 117
  Fuglsegg, skurnlaus, og eggjarauða, nýtt, þurrkað, soðið í gufu eða vatni, mótað, fryst eða varið skemmdum með öðrum hætti, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni:        
  Eggjarauða:        
0408.1100 Þurrkuð 01.07.18-30.06.19   0 491
  Önnur:        
0408.1901 Gerilsneyddar eggjarauður með 7% saltinnihaldi, í 5 kg umbúðum eða stærri 01.07.18-30.06.19   0 130
0408.1909 Annars 01.07.18-30.06.19   0 130
  Annað:        
0408.9100 Þurrkað 01.07.18-30.06.19   0 491
  Annars:        
0408.9901 Soðin egg, í 10 kg umbúðum eða stærri 01.07.18-30.06.19   0 130
0408.9909 Annars 01.07.18-30.06.19   0 130
           
Tollskrárnr.: Kjötvörur úr vörulið 1602:   86.000    
1602.1001 Blönduð matv., meira en 60% af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 126
1602.1009 Meira en 20% til og með 60% 01.07.18-30.06.19   0 126
1602.2011 Meira en 60% af dýralifur 01.07.18-30.06.19   0 175
1602.2012 Meira en 20% til og með 60% af dýralifur 01.07.18-30.06.19   0 175
1602.2019 Annað 01.07.18-30.06.19   0 44
1602.2021 Annað, meira en 60% af dýralifur 01.07.18-30.06.19   0 175
1602.2022 Annað, meira en 20% til og með 60% 01.07.18-30.06.19   0 78
1602.2029 Annað 01.07.18-30.06.19   0 78
1602.3101 Úr kalkúnum meira en 60% 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3102 Úr kalkúnum meira en 20% til og með 60% 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3109 Annað 01.07.18-30.06.19   0 115
1602.3201 Úr hænsnum meira en 60% 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3202 Úr hænsnum meira en 20% til og með 60% 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3209 Annað 01.07.18-30.06.19   0 115
1602.3901 Annað meira en 60% úr alifuglum 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3902 Annað 20% til og með 60% úr alifuglum 01.07.18-30.06.19   0 305
1602.3909 Annað 01.07.18-30.06.19   0 115
1602.4101 Úr svínum meira en 60%, læri og lærissneið 01.07.18-30.06.19   0 785
1602.4102 Meira en 20% til og með 60%, af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 343
1602.4109 Annað 01.07.18-30.06.19   0 115
1602.4201 Meira en 60% af kjöti, bógur og bógsneið 01.07.18-30.06.19   0 659
1602.4202 Meira en 20% til og með 60% af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 247
1602.4209 Annað 01.07.18-30.06.19   0 83
1602.4901 Annað, meira en 60% af kjöti, blöndur 01.07.18-30.06.19   0 785
1602.4902 Annað, meira en 20% til og með 60% af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 307
1602.4909 Annað 01.07.18-30.06.19   0 102
1602.5001 Meira en 60% kjöt úr nautgripum 01.07.18-30.06.19   0 545
1602.5002 Meira en 20% til og með 60%, úr kjöti 01.07.18-30.06.19   0 304
1602.5009 Annað 01.07.18-30.06.19   0 102
1602.9011 Úr dilkakjöti, meira en 60% af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 785
1602.9012 Meira en 20% til og með 60%, af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 265
1602.9019 Annað 01.07.18-30.06.19   0 89
1602.9021 Annað, úr öðru kjöti meira en 60% 01.07.18-30.06.19   0 785
1602.9022 Annað, meira en 20% til og með 60% af kjöti 01.07.18-30.06.19   0 265
1602.9029 Annað 01.07.18-30.06.19   0 89

3. gr.

Tollkvótum er úthlutað samkvæmt auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem vísað er til skilmála reglugerðar þessarar.

4. gr.

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Tilboð skulu ráða úthlutun. Til þess að tilboð teljist gilt skal því fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags þar sem fram kemur að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt. Einnig er heimilt í stað ábyrgðaryfirlýsingar að greiða andvirði tollkvóta á reikning fjársýslunnar og láta kvittun fylgja tilboðsgögnum.

Tilboðsgjafi sá er hæst býður skal leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs.

Úthlutun skv. 1. og 2. mgr. er ekki framseljanleg.

5. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

6. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 30. júní 2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. apríl 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Elísabet Anna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica