Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

384/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 258/2012, um rækjuveiðar innfjarða. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Allar rækjuveiðar innfjarða eru óheimilar nema þeim skipum sem hafa aflamark í innfjarðarækju. Aflamark í innfjarðarækju er bundið við veiðar á einu tilteknu svæði.

2. gr.

Í stað orðsins "leyfishöfum" í 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: viðkomandi skipum.

3. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Einungis skip sem eru minni en 200 brúttótonn að stærð er heimilt að stunda rækjuveiðar á ofangreindum svæðum. Skip sem heimilt er að stunda veiðar með botn- og flotvörpu, skv. 5. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands er þó heimilt að veiða á Eldeyjarsvæði.

4. gr.

6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

5. gr.

Orðin "og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni" í 7. gr. reglugerðarinnar falla brott.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. maí 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica