1. gr.
Fyrir það tímabil sem tilgreint er í 2. gr. úthlutar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tollkvótum á gerilsneyddri lífrænni mjólk samkvæmt viðauka IV A og 12. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993.
2. gr.
Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um tollkvóta, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:
Vara | Tímabil | Vörumagn | Verðtollur | Magntollur | |
l/kg | % | kr./l | |||
Úr tollskrárnr: | Mjólk og rjómi, þó ekki kjarnað eða með viðbættum sykri eða öðru sætuefni: | ||||
- Með fituinnihaldi sem er meira en 1% en ekki meira en 6% miðað við þyngd: | |||||
ex 0401.2001 | -- Gerilsneytt (lífræn mjólk í ≥ 1.000 l ein.) | 23.03.-31.12.17 | ótilgr. | 0 | 0 |
3. gr.
Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.
4. gr.
Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. A búvörulaga nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til 31. desember 2017.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. mars 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Baldur Sigmundsson.