1. gr.
Frá og með 22. janúar 2017 eru allar veiðar á ígulkerjum óheimilar á veiðisvæði í innanverðum Breiðafirði. Svæðið afmarkast í austur og suður út frá punktinum 65°10'N og 22°40'V og að landi. Veiðisvæðin Breiðasund og Hvammsfjörður falla þar undir.
2. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi og fellur úr gildi 31. ágúst 2017.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. janúar 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Baldur P. Erlingsson.
Hinrik Greipsson.