Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

650/2016

Reglugerð um þorskígildisstuðla samkvæmt 19. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum fiskveiðiárið 2016/2017. - Brottfallin

1. gr.

Þorskígildisstuðlar hafa verið reiknaðir samkvæmt 19. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

2. gr.

Þorskígildisstuðlar fyrir fiskveiðiárið 1. september 2016 til 31. ágúst 2017 eru þessir:

Tegund Stuðlar Tegund Stuðlar Tegund Stuðlar
Beitukóngur 0,44  Keila 0,42  Skötuselur  2,17 
Blágóma  0,21  Kræklingur  0,00  Slétti langhali  0,26 
Blálanga  0,56  Langa  0,68  Smokkfiskur  0,07 
Búrfiskur  2,05  Langlúra  0,48  Snarphali  0,17 
Djúpkarfi 0,85 Litla brosma 0,12 Sólkoli 1,39
Geirnyt 0,08 Litli karfi 0,32 Spærlingur 0,06
Gjölnir 0,20 Loðna 0,17 Steinbítur 0,64
Grálúða 2,65 Lúða 1,57 Stinglax 0,42
Grásleppa  0,55  Lýsa  0,41  Stóra brosma  0,23 
Gulldepla  0,00  Náskata  0,10  Sæbjúga  0,21 
Gullkarfi  0,69  Rauðmagi  0,30  Tindaskata  0,09 
Gullax 0,41 Innfjarðarækja 1,26 Túnfiskur 9,15
Háfur 0,50 Rækja við Snæfellsnes 1,63 Ufsi 0,79
Hákarl 0,02 Úthafsrækja  1,53 Urrari 0,11
Hámeri 0,45 Sandhverfa  4,06 Vogmær 0,08
Hlýri 0,86 Sandkoli  0,19 Ýsa 1,04
Humar (slitinn) 6,10 Síld  0,18 Þorskur 1,00
Hvítskata  0,13  Skarkoli  0,67  Öfugkjafta  0,72 
Hörpudiskur  0,37  Skata  0,28     
Ígulker 0,68 Skrápflúra 0,34    

Þorskígildisstuðlar vegna aflaheimilda sem miðast við almanaksárið 2017 eru þessir:

Tegund Stuðlar
Kolmunni 0,09
Makríll 0,21
Norður-Íshafsþorskur 1,00
Norsk-íslensk síld 0,19
Rækja á Dohrnbanka 0,00
Rækja á Flæmingjagrunni 0,00
Úthafskarfi 0,91

 3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi 1. september 2016.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. júlí 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

 Baldur P. Erlingsson.

Hinrik Greipsson.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica