Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

512/2015

Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 283/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu, sem er upprunnin í Úkraínu eða send þaðan, vegna áhættu á mengun af völdum jarðolíu og um niðurfellingu á ákvörðun 2008/433/EB. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 283/2011 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu, sem er upp­runnin í Úkraínu eða send þaðan, vegna áhættu á mengun af völdum jarðolíu og um niður­fellingu á ákvörðun 2008/433/EB, er felld úr gildi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 853/2014 frá 5. ágúst 2014 um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu sem er upprunnin í Úkraínu eða send þaðan. Reglugerðin var felld inn í samninginn á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2007 frá 1. maí 2010. Reglugerð (ESB) nr. 853/2014 er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 27. gr. b og 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. júní 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica