Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

111/2015

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 925/2014, um loðnuveiðar íslenskra skipa á haust- og vetrarvertíð 2014 til 2015. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Aðeins skipum sem hafa aflamark í loðnu er heimilt að stunda loðnuveiðar. Veiðar umfram aflamark í loðnu varða gjaldtöku samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólöglegs sjávarafla.

Leyfilegur hámarksafli íslenskra loðnuveiðiskipa á loðnuvertíðinni er sem hér segir:

A

B

C

Lestir

Lestir

Lestir

405.131

21.472

383.659


Skýringar á töflu:

  1. Leyfilegur heildarafli.
  2. Skerðing skv. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006 (5,3%).
  3. Fiskistofa úthlutar til skipa á grundvelli aflahlutdeildar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. febrúar 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica