1. gr.
Reglugerð þessi tekur til loðnuveiða íslenskra skipa úr fiskveiðilandhelgi Íslands, Grænlands og Jan Mayen á tímabilinu frá og með 1. nóvember 2014 til og með 30. apríl 2015.
2. gr.
Aðeins skipum sem hafa aflamark í loðnu er heimilt að stunda loðnuveiðar. Veiðar umfram aflamark í loðnu varða gjaldtöku samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólöglegs sjávarafla.
Leyfilegur hámarksafli íslenskra loðnuveiðiskipa á loðnuvertíðinni er sem hér segir:
A |
B |
C |
Lestir |
Lestir |
Lestir |
126.831 |
6.722 |
120.109 |
Skýringar á töflu:
3. gr.
Loðnuveiðar eru heimilar í fiskveiðilandhelgi Íslands, Grænlands og Jan Mayen. Þó er íslenskum skipum einungis heimilt að stunda loðnuveiðar austan Hvarfs og norðan 64°30´N í lögsögu Grænlands og er þeim þar aðeins heimilt að veiða 35% af leyfilegum heildarafla íslensku skipanna. Í lögsögu Jan Mayen er þeim aðeins heimilt að veiða 35% af leyfilegum heildarafla íslensku skipanna til 15. febrúar 2015.
Óheimilt er að stunda loðnuveiðar í lögsögu annarra ríkja en skv. 1. mgr., nema að fenginni staðfestingu Fiskistofu á fyrirliggjandi leyfi frá viðkomandi stjórnvöldum.
Við loðnuveiðar í lögsögu annarra ríkja skal fara eftir reglum sem viðkomandi stjórnvöld setja, auk þess skal tilkynna til Fiskistofu þegar farið er inn í og út úr viðkomandi lögsögu, ásamt upplýsingum um afla um borð í báðum tilvikum, og daglega skal tilkynna um afla síðastliðinn sólarhring. Tilkynningar skal senda á uthafsv@fiskistofa.is.
4. gr.
Loðnuafla skal landað og hann veginn í íslenskri höfn. Heimilt er þó með leyfi Fiskistofu að landa loðnu til bræðslu og heilfrystri loðnu í höfnum erlendis enda sé tryggt að eftirlit með vigtun aflans sé fullnægjandi að mati Fiskistofu. Jafnframt er heimilt að fengnu leyfi Fiskistofu að landa óvigtaðri loðnu um borð í vinnsluskip og flutningaskip, enda sé tryggt að skráning og vigtun afla sé fullnægjandi að mati Fiskistofu. Sækja skal um leyfi til löndunar loðnu utan íslenskra hafna til Fiskistofu og skal skipstjóri í umsókn tilgreina nákvæmlega hvar hann hyggst landa aflanum og áætlað magn loðnu. Þegar að löndun lokinni skal skipstjóri veiðiskips senda Fiskistofu endanlegar tölur um landaðan afla og aflaverðmæti, staðfestar af móttakanda loðnunnar, eða staðfest afrit af vigtarnótu, liggi það fyrir.
Heimilt er að miðla afla úr nótum á miðunum, milli skipa sem hafa leyfi til loðnuveiða í því skyni að koma í veg fyrir að loðnu sé sleppt dauðri úr nótum. Fái veiðiskip svo stórt kast að skipstjóri telji að ekki sé lestarrými fyrir þann afla sem hann áætlar að sé í nótinni og ekkert skip nærstatt til að miðla loðnuafla til, skal heimilt áður en verulega er þrengt að loðnunni í nótinni að sleppa niður lifandi loðnu sem fyrirsjáanlega rúmast ekki í lestum skipsins. Vinnsluskipum er ekki heimilt að sleppa niður loðnu til að samræma afla vinnslugetu.
Um vigtun á loðnu gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum.
5. gr.
Aðeins er heimilt að stunda loðnuveiðar með flotvörpu innan svæðis sem afmarkast af línum sem dregnar eru milli eftirfarandi punkta:
Ráðuneytið getur takmarkað eða bannað loðnuveiðar á ákveðnum svæðum í tiltekinn tíma þyki ástæða til þess, m.a. vegna verndunarsjónarmiða og til þess að stuðla að sem bestri hagnýtingu loðnustofnsins. Jafnframt getur ráðherra tekið ákvörðun um að ákveðinn fjöldi skipa stundi tilraunaloðnuveiðar aðeins í því skyni að kanna ástand loðnustofnsins undir eftirliti Hafrannsóknastofnunarinnar.
Hafrannsóknastofnuninni er heimilt að grípa til skyndilokunar veiðisvæða, sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, fari hlutfall loðnu, smærri en 14 sm. yfir 20%, miðað við fjölda. Stærð loðnu er mæld frá trjónuoddi að sporðsenda.
6. gr.
Stundi skip veiðar á loðnu vestan 18°V á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 31. desember 2014 skulu Hafrannsóknastofnunin og Fiskistofa fylgjast náið með hlutfalli ungloðnu í aflanum. Skulu eftirlitsmenn vera um borð í skipum á meðan á veiðum stendur, að því marki sem stofnanirnar telja vera nauðsynlegt. Með vísan í 4. ml. 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum, er eftirlitsaðilum heimilt að krefjast greiðslu alls kostnaðar sem vera eftirlitsmanns um borð í skipi kann að leiða af sér.
7. gr.
Með mál sem rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
8. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. október 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Baldur P. Erlingsson.