1. gr.
1. ml. 1. gr. orðast svo: Árið 2015 skal greiða beingreiðslur að fjárhæð 272,5 milljónir kr. úr ríkissjóði til framleiðenda á gúrkum, tómötum og papriku eftir nánari ákvæðum í þessari reglugerð.
2. gr.
2. gr. verður svohljóðandi:
Heildarfjárhæð beingreiðslna skiptist á afurðir sem hér segir:
a) |
Tómatar (að meðtöldum kirsuberja-, plómu-, kjöt- og klasatómötum) alls 133,7 milljónir kr. |
|
b) |
Gúrkur alls 99,3 milljónir kr. |
|
c) |
Paprika alls 39,5 milljónir kr. |
Ef í ljós kemur að framleiðsluáætlanir gefa til kynna umtalsverða breytingu á framleiðslumagni milli tegunda er heimilt að endurskoða ofangreinda skiptingu.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. janúar 2015. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Ólafur Friðriksson. |
Rebekka Hilmarsdóttir.