1. gr.
Ákvæði 3. gr. a. við reglugerðina orðast svo:
Á árinu 2014 er íslenskum skipum heimilt að veiða 30,97 tonn af Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum er 22 tonnum úthlutað til eins skips sem stundar veiðar með línu, 0 tonnum til báta sem stunda sjóstangaveiðar og 8,97 tonnum til að standa straum af hugsanlegum meðafla annarra íslenskra skipa, sbr. reglugerð um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. september 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Kristján Skarphéðinsson. |
Arnór Snæbjörnsson.