1. gr.
2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um vigtun á makríl gilda ákvæði reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum og ákvæði reglugerðar nr. 246/2008, um vigtun og skráningu meðafla á uppsjávarfiski, með síðari breytingum. Þó skal allur makríll veiddur á línu og handfæri endurvigtaður í samræmi við ákvæði II. kafla reglugerðar nr. 224/2006 til aflaskráningar. Draga skal 2% frá af afla hvers skips vegna vatnsinnihalds í makríl miðað við afla upp úr sjó og reiknast það magn ekki til aflaheimilda þess. Sé makríll veiddur á línu eða handfæri skal afla haldið aðgreindum um borð í veiðiskipi eftir tegundum. Verði slíku ekki við komið vegna smæðar báts skal afli aðgreindur eftir tegundum við löndun.
2. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða viðurlögum skv. IV. kafla laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 151/1996, um veiðar utan lögsögu Íslands. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti sakamála.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi 4. september 2014.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. ágúst 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Jóhann Guðmundsson. |
Baldur P. Erlingsson.