1. gr.
1. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
6.817 lestum skal ráðstafað til skipa sem stunda makrílveiðar með línu eða handfærum. Þeim skal skipt eftir veiðitímabilum sem hér segir: 1.800 lestir á tímabilið 1. til 31. júlí, 3.817 lestir á tímabilið 1. til 31. ágúst og 1.200 lestir á tímabilið 1. september til 31. desember.
2. gr.
1. ml. 4. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Leyfi skipa til makrílveiða skv. 2. tl. 1. mgr. fellur úr gildi ef skip hefur ekki landað a.m.k. 50% af úthlutuðum aflaheimildum sínum 20. ágúst 2014.
3. gr.
2. ml. 1. tl. 4. gr. orðast svo:
Þá er heimilt að flytja aflaheimildir á milli skipa sem falla undir 2. tl. 1. mgr. 2. gr. sem eru í eigu sömu útgerðar strax eftir að þau hafa veitt 50% af úthlutuðum aflaheimildum sínum.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. júlí 2014. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Kristján Freyr Helgason. |
Brynhildur Benediktsdóttir.