Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

541/2014

Reglugerð um setningu aflahlutdeilda í úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes. - Brottfallin

1. gr.

Fyrir upphaf fiskveiðiársins 2014/2015, skal Fiskistofa setja nýja aflahlutdeild í annars vegar úthafsrækju og hins vegar rækju við Snæfellsnes, þ.e. í Kolluál, Jökuldjúpi og sunnanverðum Breiðafirði, með þeim hætti sem hér segir:

  1. Að 5/10 hlutum samkvæmt skráðum aflahlutdeildum hvers fiskiskips í úthafsrækju við lok fiskveiðiársins 2012/2013. Að auki skal taka tillit til flutninga aflahlutdeilda á fiskveiðiárinu 2013/2014.
  2. Að 5/10 hlutum samkvæmt aflareynslu hvers fiskiskips í úthafsrækju á fiskveiðiárunum 2010/2011, 2011/2012 og 2012/2013. Fyrirmæli 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða gilda við úthlutunina. Veiðar á rækju á Dohrnbanka teljast ekki með við mat á aflareynslu. Ekki er tekið tillit til frátafa frá veiðum.

Við útreikning á aflareynslu hvers fiskiskips skv. b. lið 1. mgr., skal eingöngu leggja til grundvallar aflaupplýsingar samkvæmt aflaupplýsingakerfi Fiskistofu (GAFL) um hlutfall heildarafla í úthafsrækju innan íslenskrar fiskveiðilögsögu á viðmiðunartímabilinu.

Fiskistofa skal, eigi síðar en 20. júní 2014, kynna eigendum skipa forsendur úthlutunar og skulu þeir hafa frest til 10. júlí til að koma á framfæri athugasemdum við Fiskistofu vegna hennar. Fiskistofa skal eigi síðar en 25. júlí senda eigendum skipanna tilkynningu um nýja aflahlutdeild skipa þeirra í úthafsrækju og rækju við Snæfellsnes.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. júní 2014.

Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica