Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

684/2014

Reglugerð um tímabundið bann við veiðum í utanverðum Dýrafirði. - Brottfallin

1. gr.

Frá kl. 24.00, 18. júlí 2014 til kl. 24.00, 31. desember 2014, er öll veiði skipa bönnuð í utanverðum Dýrafirði vegna straummælinga, innan svæðis sem afmarkast af línu sem dregin er milli eftirfarandi punkta:

  1. 65°57,10′ N - 023°43,97′ V
  2. 65°57,10′ N - 023°41,87′ V
  3. 65°56,28′ N - 023°41,87′ V
  4. 65°55,19′ N - 023°43,20′ V
  5. 65°55,19′ N - 023°45,29′ V
  6. 65°55,98′ N - 023°45,29′ V

2. gr.

Afstöðumynd af bannsvæðinu er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. júlí 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica