Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

648/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 206/2012 um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðist svo:

Ákvæði til bráðabirgða.

Þeim bátum á svæði A sem stunduðu strandveiðar í júlímánuði 2012 en héldu ekki til veiða þriðjudaginn 10. júlí 2012 er heimilt, eftir að strandveiðar í ágústmánuði hafa verið stöðvaðar á svæðinu með auglýsingu, að stunda strandveiðar í einn viðbótardag í beinu framhaldi af gildistöku stöðvunarinnar. Fiskistofa skal annast framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 19. júlí 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica