1. gr.
Frá og með 5. desember 2011 eru allar veiðar nema veiðar á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót bannaðar á eftirgreindum svæðum:
A. Í Skeiðarárdýpi á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
B. Í Lónsdýpi á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
C. Út af Lónsdýpi og Papagrunni á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
D. Landgrunnskantur við Papagrunn á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
E. Í Rósagarði á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
2. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum 17. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 824 2. september 2011 um verndun kóralsvæða út af Suður- og Suðausturlandi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 1. desember 2011.
Jón Bjarnason.
Jóhann Guðmundsson.