Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

906/2017

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir, 44., 45. og 46. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/151 frá 27. janúar 2017 um breytingu á I. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Sambandsins og umflutningur um Sambandið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottorða fyrir dýr og dýraafurðir.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/193 frá 3. febrúar 2017 um breytingu á II. viðauka við ákvörðun 2007/777/EB og I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslur fyrir Úkraínu í skránum yfir þriðju lönd þaðan sem leyfður er aðflutningur til Sambandsins á tilteknum vörum í tengslum við alvarlega fuglainflúensu.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/481 frá 20. mars 2017 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Bandaríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sambandsins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvarlega fuglainflúensu.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar, sem taldar eru upp í 1. gr., eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um inn­flutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breyt­ingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. október 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Eggert Ólafsson.

Iðunn Guðjónsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica