Brottfallnar reglugerðir

12/1990

Reglugerð um breytingu á reglugerð um grundvöll og útreikning meðalávöxtunar og dráttarvaxta, nr. 287 frá 24. júní 1987. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um grundvöll og útreikning meðalávöxtun­ar og dráttarvaxta, nr. 287 frá 24. júní 1987.

1. gr.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Almenn vaxtakjör skv. 1. mgr. miðast m.a. við, að minnst þrír bankar bjóði hlutaðeig­andi kjör, eða minnst tveir bankar og a.m.k. helmingur sparisjóðanna. Einnig teljast sparisjóðirnir bjóða almenn vaxtakjör, ef minnst helmingur þeirra bjóða tiltekin vaxtakjör.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 3. mgr. 10. gr. vaxtalaga nr. 25 frá 27. mars 1987, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytið, 9. janúar 1990,

 

Jón Sigurðsson.

Tryggvi Axelsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica