Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun á nikkeli í vörum sem komast í beina og langvarandi snertingu við hörund til að koma í veg fyrir ofnæmi af völdum nikkels.
Reglugerðin nær til vöru úr málmi og vöru sem í eru málmhlutir ef málmurinn getur komist í beina og langvarandi snertingu við hörund. Dæmi um slíkar vörur og hluti eru:
- eyrnalokkar, hálsmen, armbönd, keðjur, ökklakeðjur og hringir, | |
- armbandsúr: úrkassar, ólar og sylgjur, | |
- hnoðhnappar, smellur, hnoð, rennilásar og málmmerki, þegar slíkt er notað á flíkur. |
Óheimilt er að nota nikkel (CAS nr. 7440-02-0, EINECS nr. 231-111-4) og efnasambönd þess í eftirtalið:
a) | Pinna sem stungið er í götuð eyru eða aðra gataða líkamshluta á meðan sárið af völdum götunarinnar er að gróa. Þetta á við hvort sem pinninn er fjarlægður strax eða ekki, nema málmblanda pinnans sé einsleit og hlutfall nikkels miðað við þyngd sé minna en 0,05% mælt með aðferð 1 sem lýst er í 5. gr. |
b) | Vörur skv. 2. gr. ef hraði nikkellosunar frá þeim hlutum vörunnar sem koma í beina og langvarandi snertingu við hörund er meiri en 0,5 mg/cm²/viku, mælt með aðferð 2 sem lýst er í 5. gr. |
c) | Málmhluti skv. 2. gr. með nikkelfrírri húð, nema húðin nægi til að tryggja það að hraði nikkellosunar frá þeim hlutum sem koma í beina og langvarandi snertingu við hörund sé ekki meiri en 0,5 mg/cm²/viku á tveggja ára tímabili, við eðlilega notkun vörunnar, mælt með aðferð 3 sem lýst er í 5. gr. |
Aðferðirnar eru:
1. | Viðmiðunarmæling til ákvörðunar á magni nikkels með atómgleypnimælingu (EN 1810:1998). |
2. | Viðmiðunarmæling á losun nikkels frá vörum sem eru í beinni og langvarandi snertingu við hörund (1811:1998). |
3. | Aðferð sem líkir eftir sliti og tæringu til mælingar á losun nikkels frá húðuðum málmhlutum (EN 12472:1998). |