Reglugerð um sykur og sykurvörur.
Reglugerð þessi gildir um sykur og sykurvörur sem skilgreindar eru í viðauka 1. Hún gildir þó ekki um flórsykur, kandíssykur eða vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópsks efnahagssvæðis.
Þau heiti sem skráð eru í viðauka 1 gilda um þær vörur sem þar eru skilgreindar og skal nota þau í viðskiptum til að auðkenna þær. Heimilt er að nota heiti í 2. tl. viðauka 1 til að auðkenna vörur sem tilgreindar eru í 3. tl. sama viðauka.
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu g kynningu matvæla skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram á umbúðum:
Fyrir vörur sem pakkað er í 10 kg einingar eða meira (nettóþyngd) og ekki eru ætlaðar til smásölu, er heimilt að upplýsingarnar sem um getur í liðum b og c, komi aðeins fram í fylgiskjölum.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
Aðferðir við sýnatöku og greiningu skulu vera í samræmi við viðauka 2 í þessari reglugerð og tilskipun Evrópusambandsins nr. 79/786/EBE um greiningaraðferðir á sykri frá 26. júlí 1979.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli, sbr. og lög nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII. kafla, 7. tölul., tilskipun 73/437/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilteknar sykurvörur til manneldis og 21. tölul., tilskipun 79/786/EBE um greiningaraðferðir innan bandalagsins á tilteknum sykrungum sem ætlaðir eru til manneldis. Þá var höfð hliðsjón af reglugerð ESB nr. 1265/69/EBE um aðferðir til að ákvarða gæði tiltekinna sykurvara.
Umhverfisráðuneytið, 12. júlí 1995.
Guðmundur Bjarnason.
Ingimar Sigurðsson.