Brottfallnar reglugerðir

23/1998

Reglugerð um breytingu á mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Reglugerð

um breytingu á mengunarreglugerð nr.48/1994,

með síðari breytingum.

1.gr.

            Viðauki 7 orðist svo ásamt fyrirsögn:

VIÐAUKI 7

Atvinnurekstur sem Hollustuvernd ríkisins vinnur starfsleyfi fyrir.

  1. Fiskimjölsverksmiðjur.
  2. Álframleiðsla.
  3. Áburðarframleiðsla.
  4. Sements- og kalkframleiðsla.
  5. Kísiljárnframleiðsla.
  6. Kísilmálmframleiðsla.
  7. Kísil- og kísilgúrframleiðsla.
  8. Járn- og stálframleiðsla.
  9. Glerullar- og steinullarframleiðsla.
  10. Sútunarverksmiðjur.
  11. Elsi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er meiri en 200 tonn og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er meiri en 20 tonn og fráveita í ferskvatn.
  12. Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar.
  13. Meðhöndlun og förgun spilliefna.
  14. Lím- og málningarvöruframleiðsla.
  15. Olíumalar- og malbilunarstöðvar með fasta staðsetningu.
  16. Kítín- og kítosanframleiðsla.
  17. Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem innihalda magnesíum.
  18. Framleiðsla á peroxíðum.
  19. Zinkframleiðsla.
  20. Olíuhreinsistöðvar.
  21. Pappírs- og trákvoðuframleiðsla.
  22. Framleiðsla á slípiefnum t.d. kísilkarbíð.
  23. Vinnsla alifatískra alkóhóla til iðnaðarnota.
  24. Annar sambærilegur rekstur.

2.gr.

            Viðauki 9 orðist svo ásamt fyrirsögn:

VIÐAUKI 9

Flokkun starfsleyfisskyldra fyrirtækja með tilliti til mentunarhættu og fyrirkomulag eftirlits.

1.flokkur.

  • Álframleiðsla.
  • Framleiðsla á tilbúnum áburði.
  • Sements- og kalkframleiðsla.
  • Kísiljárnframleiðsla (SiFe).
  • Kísilmálmframleiðsla (Si).
  • Kísilframleiðsla (SiO2).
  • Járn- og stálframleiðsla.
  • Glerullar- og steinullarframleiðsla.
  • Fiskeldisstöðvar ef framleiðsla er meiri en 1000 tonn á ári og afrennsli er til sjávar, eða meiri en 100 tonn á ári og afrennsli er í ferskvatn.
  • Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar þar sem tekið er á móti meira en 5000 tonnum af úrgangi á ári eða fleiri en 20.000 einstaklingum þjónað.
  • Meðhöndlun og förgun spilliefna.
  • Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem innihalda magnesíum.
  • Framleiðsla á peroxíðum.
  • Zinkframleiðsla.
  • Olíuhreinsistöðvar.
  • Pappírs- og trjákvoðuframleiðsla.
  • Framleiðsla á slípiefnum t.d. kísilkarbíð.
  • Vinnsla alifatískra alkóhóla til iðnaðarnota.
  • Anna sambærilegur rekstur.

2.flokkur.

  • Kítín og kítosanframleiðsla.
  • Fiskimjölsverksmiðjur ef framleiðslugeta er meiri en 500 tonn á sólarhring og staðsetning er í þéttbýli.
  • Fiskeldisstöðvar ef framleiðslugeta er meiri en 200 tonn á ári og afrennsli er til sjávar, eða framleiðslugeta meiri en 20 tonn á ári og afrennsli er í ferskvatn.
  • Seiðaeldisstöðvar með meira en 350 þús. seiðum og afrennsli í ferskvatn.
  • Meðferð úrgangs - móttökustðvar sveitarfélags: Flokkunarmiðstövðar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar þar sem tekið er á móti milli 500 - 5000 tonnum af úrgangi á ári eða milli 1.000 til 20.000 einstaklingum er þjónað.
  • Skólphreinsistöðvar.
  • Annar sambærilegur atvinnurekstur.

3.flokkur.

  • Fiskimjölsverksmiðjur ef framleiðslugeta er meiri en 500 tonn á sólarhring og staðsetning er í stjálbýli. Einnig minni verksmiðjur sem staðsettar eru í þéttbýli.
  • Yfirborðsmeðhöndlun á járni, stáli og öðrum málmum.
  • Sútunarverksmiðjur.
  • Olíumalar- og malbikunarstöðvar með fasta staðsetningu.
  • Fiskeldisstöðvar ef framleiðslugeta er meiri en 100 tonn á ári og afrennsli til sjávar, eða framleiðslugeta meiri en 10 tonn á ári og afrennsli er í ferskvatn.
  • Seiðaeldisstöðvar með meira en 150 þús. seiði og afrennsli er í ferskvatn.
  • Meðferð úrgangs - móttökustöðvar sveitarfélaga: Flokkunarmiðstöðvar, urðunarstaðir og sorpbrennslustöðvar þar sem tekið er á móti milli 500 - 500 tonnum af úrgangi á ári eða færri en 1000 einstaklingum þjónað.
  • Ullarþvottastöðvar.
  • Fituherslur.
  • Gasbirgðastöðvar með meira en 100 m3 geymslurými (SPT).
  • Lifrarbræðslur.
  • Framleiðsla á mjöli og feiti úr sláturúrgangi.
  • Saltvinnsla úr sjó.
  • Bensínstöðvar.
  • Annar sambærilegur rekstur.

4.flokkur.

  • Seiða- og fiskeldisstöðvar aðrar en um getur í 1-3.
  • Lím- og málningarverksmiðjur.
  • Hreinlætisvöruverksmiðjur.
  • Plastframleiðsla.
  • Olíumalar- og malbikunarstöðvar með breytilega staðsetningu.
  • Stálsmíði og stálskipagerð.
  • Efnalaugar.
  • Framköllun á ljósmyndum og kvikmyndum.
  • Sláturhús.
  • Reykhús.
  • Flugvellir.
  • Ryðvarnarverkstæði og smurstöðvar.
  • Heitloftsþurrkun fiskafurða.
  • Málmsteypur.
  • Litun og bleiking.
  • Prentiðnaður.
  • Bílaþvottastöðvar.
  • Annar sambærilegur rekstur.

3.gr.

            Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 3. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 8. janúar 1998.

Guðmundur Bjarnason.

Magnús Jóhannesson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica