Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Brottfallnar reglugerðir

214/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 282/1994 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, sbr. breytingu nr. 148/1995. - Brottfallin

Reglugerð

 um breytingu á reglugerð nr. 282/1994 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald

á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, sbr. breytingu nr. 148/1995.

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Gjaldskylda samkvæmt 1. gr. nær til allra drykkjarvara í einnota umbúðum, sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar eða átappaðar hérlendis og eru til sölu hér á landi og flokkast undir vöruliði 2201, 2202, 2203, 2204, 2205, 2206 eða 2208 í tollskrá, sem er viðauki I við tollalög nr. 55/1987.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur til þess að öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytið, 24. mars 1995.

Össur Skarphéðinsson.

Magnús Jóhannesson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica