Brottfallnar reglugerðir

42/1991

Reglugerð um 3ju breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um 3ju breytingu á heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990.

 

1. gr.

            56. gr. 3. tl. hljóði svo:

            Sérhver bygging með íbúðarhúsnæði skal vera þannig gerð, viðhaldið, umgengin og þrifin að hvorki þeir sem í henni dveljast né nálægir íbúar hljóti heilsutjón eða óþægindi af.     

 

2. gr.

            Ný málsgrein er verði 82. gr. 13. tl. 3. hljóði svo:

Óheimilt er að selja eða bjóða til sölu eldisfisk, eða afurðir eldisfisks, nema fisknum hafi verið slátrað undir eftirliti héraðsdýralæknis og vörunni fylgi vottorð um uppruna staðfest of viðkomandi héraðsdýralækni.

 

3. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. gr. laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. janúar 1991.

 

Guðmundur Bjarnason.

 

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica