Brottfallnar reglugerðir

39/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 784, 22. desember 1998, um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 784, 22. desember 1998,

um eftirlit með innflutningi sjávarafurða.

1. gr.

                Á eftir 2. mgr. 12. gr. komi ný mgr. er hljóðar svo: Landamærastöðvar skulu uppfylla þau skilyrði sem fram koma í viðauka E við reglugerð þessa.

2. gr.

                Á eftir viðauka D komi nýr viðauki E er hljóðar svo:

VIÐAUKI E

                Landamærastöðvar skulu starfræktar undir stjórn Fiskistofu og skal eftirlit fara fram á hennar vegum. Landamærastöðvar skulu:

1.             Hafa á að skipa nauðsynlegum fjölda hæfra starfsmanna til að annast eftirlit skv. 14. gr.

2.             Hafa til umráða nægilega rúmgott húsnæði og aðra aðstöðu fyrir sýnatöku og úrvinnslu sýna.

3.             Hafa til umráða frysti- og/eða kæligeymslu, þar sem unnt er að geyma hluta sendinga sem eru teknar til prófunar og vörur sem eftirlitsaðili hefur ekki gefið leyfi til að settar verði í frjálsa dreifingu.

4.             Hafa tölvukerfi í samræmi við kröfur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu.

                Þá skulu landamærastöðvar vera útbúnar og starfræktar í samræmi við eftirfarandi kröfur:

1.             Allar fullnægjandi varúðarráðstafanir skulu gerðar til að koma í veg fyrir víxlmengun milli vara. Á hverri stöð skal vera búnaður til að þrífa og sótthreinsa vinnusvæði.

2.             Ef innflutningur frá þriðju ríkjum er nægilega umfangsmikill og fjölbreyttur til að réttlæta slíkt er heimilt að skipta viðurkenndum landamærastöðvum, að uppfylltum sömu skilyrðum og um getur í 1. tl., upp í stöðvar sem hver fyrir sig hefur á að skipa starfsmönnum, búnaði og skoðunar- og geymsluhúsnæði sem hentar fyrir það magn og þær tegundir sem þar eru afgreiddar.

3.             Við sannprófun auðkenna, eftirlit með heilnæmi og sýnatöku skal forðast að vörur verði fyrir mengun og, ef þurfa þykir, taka tillit til stýrðra hitaskilyrða við flutning þeirra. Allt eftirlit með vörum til manneldis sem eru án umbúða skal fara fram í skjóli frá veðri og gera skal ráðstafanir um hreinlæti við meðhöndlun og vernd slíkra afurða við affermingu og fermingu. Þrátt fyrir framangreint skal löndun afla fara fram í samræmi við kröfur sem settar eru í reglugerð um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.

4.             Hreinlæti starfsfólks, húsnæði og búnaður skal vera þannig að það geti ekki haft áhrif á niðurstöður eftirlits.

5.             Eftirlitsaðili skal hafa aðgang að rannsóknastofu þar sem unnt er að gera sérstök próf á sýnunum.

6.             Þar til samræmt tölvukerfi á Evrópska efnhagssvæðinu hefur verið tekið í notkun skal Fiskistofa að minnsta kosti hafa aðgang að:

                a)             Uppfærðri skrá yfir þriðju ríki eða svæði sem hafa heimild til að senda vörur til Evrópska efnahagssvæðisins eða, ef við á, til tiltekinna ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.

                b)            Afriti af þeim ákvörðunum sem banna eða takmarka innflutning vara til Evrópska efnahagssvæðisins.

                c)             Afriti af ýmsum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar eða aðildarríkjanna um fyrirmynd að heilbrigðissvottorði eða öðru skjali sem á að fylgja með afurðum frá þriðju ríkjum sem eru sendar til Evrópska efnhagssvæðisins eða, ef við á, til tiltekinna ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.

                d)            Uppfærðri skrá yfir landamærastöðvar fyrir innflutning afurða frá þriðju ríkjum, með upplýsingum um stöðvarnar, einkum samskiptabúnað þeirra.

                e)             Uppfærðri skrá yfir starfsstöðvar í þriðju ríkjum sem hafa heimild til að senda afurðir til bandalagsins, ef slík skrá er til að því er varðar tilteknar vörur.

                f)             Uppfærðum upplýsingum um vörusendingar sem bannað hefur verið að koma með eða flytja inn á Evrópska efnahagssvæðið og hafa verið endursendar. Fiskistofa skal senda lögbærum yfirvöldum ríkja Evrópska efnahagssvæðisins og Eftirlitsstofnun EFTA allar upplýsingar um endursendar vörur.

                g)            Yfirliti yfir það eftirlit á Evrópska efnhagssvæðinu sem hefur farið fram með vörum frá einstökum þriðju ríkjum og hefur leitt til þess að þær hafa verið endursendar.

                h)            Uppfærðri skrá yfir vörusendingar sem hafa verið endursendar, eyðilagðar eða eftirlitsaðili á stöðinni hefur heimilað að notaðar væru til annars en manneldis.

                i)              Skrá yfir öll sýni sem eru tekin á stöðinni og sett í rannsóknastofupróf, ásamt niðurstöðum úr slíkum prófum.

                j)              Skrá yfir niðurstöður úr eftirliti sem fer fram með sjávarafurðum sem eru ætlaðar áhöfn og farþegum til neyslu um borð í flutningatækjum í millilandaflutningum, og úrgangi slíkra afurða.

                k)             Nægilegu skjalageymslurými fyrir varðveislu upplýsinga í tengslum við skoðun vara frá þriðju ríkjum.

7.             Fiskistofa skal tryggja hámarkssamræmingu á starfsemi þeirra aðila sem eiga þátt í eftirliti með afurðum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

3. gr.

                Fiskistofa skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og lögbærum yfirvöldum ríkja Evrópska efnahagssvæðisins um allar breytingar á skipulagi og starfsemi landamærastöðva sem að einhverju leyti varða viðurkenningu þeirra.

4. gr.

                Við gerð reglugerðar þessarar var höfð hliðsjón af tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 90/675 og ákvörðunum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 92/525 og 93/352.

5. gr.

                Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55. frá 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 13. janúar 1999.

Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica