Brottfallnar reglugerðir

382/1985

Hafnarreglugerð fyrir Dalvíkurhöfn - Brottfallin

Felld brott með:

 

I. KAFLI

Höfnin og stjórn hennar.

1. gr.

Takmörk hafnarinnar.

1.1       Hafnarsvæði Dalvíkurhafnar er við vestanverðan Eyjafjörð, og nær yfir Böggvisstaða­sand og Upsaströnd og er nánar lýst þannig:

1.2       Takmörk á sjó eru:

            Dalvíkurhöfn takmarkast á sjó of línu sem hugsast dregin frá Hálshöfða að Sauðanestá á Upsaströnd.

1.3       Takmörk á landi eru:

            Frá Hálshöfða sunnan Dalvíkur að Svarfaðardalsá, sem fellur í sunnanverða víkina og þaðan með Böggvisstaðasandi að suðurhafnargarði ræður stórstraumsflóðborð.

            Frá suðurgarði að norðurgarði markast höfnin við vesturbrún akvegar á milli garðanna.

            Frá norðurgarði að Brimnesá ræður austurbrún vegar á sjávarkambinum og frá Brimnesá að Sauðanestá á Upsaströnd ræður stórstraumsflóðborð.

1.4       Landssvæði hafnarinnar skiptast í:

            - Bryggjur.

            - Afgreiðslusvæði.

            - Götur.

            - Baksvæði.

1.5       Umsagnarsvæði hafnarstjóra.

            Austurmörk: Gatnamót Mýrargötu og Ránarbrautar. Síðan beggja vegna Ránar­brautar að syðrigarði, þaðan neðan Hafnarbrautar að Karlsrauðatorgi og þaðan lóðir beggja vegna Ránarbrautar að Brimesá.


 

2. gr.

Stjórn hafnarinnar.

2.1       Dalvíkurbær er eigandi hafnarinnar. Bæjarstjórn fer með stjórn hafnarmála undir yfirumsjón samgönguráðuneytisins.

2.2       Hafnarstjórn fer með framkvæmd hafnarmála í umboði bæjarstjórnar. Hafnarstjórn skal skipuð þrem fulltrúum og jafnmörgum til vara er bæjarstjórn kýs. Minnst einn aðalmanna í hafnarstjórn skal eiga sæti í bæjarstjórn.

            Kjörtímabil hafnarstjórnar er hið sama og bæjarstjórnar.

2.3       Auk hinna kjörnu fulltrúa eiga bæjarstjóri og hafnarstjóri sæti í hafnarstjórn með málfrelsi og tillögurétti.

2.4       Hafnarstjórn kýs sér formann og stýrir hann fundum hennar og boðar til þeirra í samráði við hafnarstjóra.

 

3. gr.

            Hlutverk og valdssvið hafnarstjórnar.

3.1       Hafnarstjórn gerir fjárhagsáætlun fyrir hafnarsjóð, þar sem fram kemur viðhald hinna ýmsu hafnarmannvirkja svo og nýbyggingar. Hafnarstjórn skal leggja fjárhagsáætlun fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

3.2       Hafnarstjórn hefur endanlegt ákvörðunarvald um:

            - Ráðningu fastra starfsmanna sbr. 5. gr.

            - Rekstur hafnarinnar, svo sem ráðstöfun á aðstöðu þ. m. t. leiga á húsnæði í eigu hafnarinnar og landi hennar, sem leigt er til skamms tíma.

            - Leyfisveitingar til starfsemi á hafnarsvæðinu og hefir vald til að banna eða takmarka afnot hafnarsvæða fyrir starfsemi er hún telur torvelda eðlilega hafnar­starfsemi.

3.3       Hafnarstjórn gerir tillögur til bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu. Byggingamál á hafnarsvæðinu skulu hljóta umfjöllun hafnarstjórnar og bygginga­nefndar áður en þau eru lögð fyrir bæjarstjórn.

            Innan hafnar má ekki heldur gera nein hafnarmannvirki, né breyta þeim mannvirkjum sem nú eru og ekki heldur fylla upp, né dýpka út frá landi, nema leyfi hafnarstjórnar og/eða bæjarstjórnar komi til.

            Hafnarstjórn hefur eftirlit á hafnarsvæðinu með byggingu mannvirkja sem undanþegin eru ákvæðum byggingarlaga nr. 54/1978.

 

4. gr.

Hlutverk hafnarstjóra.

4.1       Hafnarstjóri er skipaður of bæjarstjórn að fenginni tillögu hafnarstjórnar og fer með daglega stjórn hafnarinnar í umboði hafnarstjórnar. Hafnarstjóri undirbýr mál sem leggja á fyrir hafnarstjórn og veitir viðtöku erindum til hennar.

            Hann sér um framkvæmd samþykkta hafnarstjórnar og veitir hafnarstjórn og bæjarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar.

            Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs og ber í hvívetna að gæta hagsmuna hafnarsjóðs. Í erindisbréfi má setja nánari reglur um starfssvið hafnarstjóra.

4.2       Hafnarstjóri skal vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnarlaga og hafnarreglugerðar og fara að öðru leyti eftir samþykktum hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

4.3       Hafnarstjóri sér um, að gætt sé reglu á höfninni og á landi hennar. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur slík störf.


 

5. gr.

Aðrir starfsmenn hafnarinnar.

5.1       Hafnarstjórn ræður aðra fasta starfsmenn hafnarinnar en hafnarstjóra. Vikukaups­menn og fólk til afleysinga ræður hafnarstjóri.

5.2       Hafnarstarfsmenn, sem hafa umsjón með eignum hafnarinnar, gæta reglu og sinna hafnarvörslu, skulu bera skilríki um starf sitt og/eða einkennisbúning samkvæmt ákvörðun hafnarstjórnar.

5.3       Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi. Þyki einhverjum sér óréttur gerr of starfsmönnum hafnarinnar getur hann kært það fyrir hafnarstjórn en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.

 

II. KAFLI

Umferð skipa.

6. gr.

Skilgreining á skipi.

6.1       Skip telst í reglugerð þessari sérhvert fljótandi far, sem nota má sem flutningatæki, dvalarstað, vinnustað, framleiðslustað eða geymslustað.

 

7. gr.

Almennar reglur við komu og brottför.

7.1       Við komu og brottför að degi til skulu skip önnur en íslensk fiskiskip hafa þjóðfána við hún.

7.2       Þjónusta við skip, svo sem vatnsafgreiðsla og tenging rafmagns er unnin of hafnarstarfsmönnum undir stjórn hafnarstjóra. Skip skulu við komu, brottför og siglingu um hafnarsvæðið hafa opna talstöð á viðskiptabylgju Dalvíkurhafnar.

7.3       Sérhvert skip skal boða áætlaða komu sína (ETA) til hafnarinnar með fjarskiptasam­bandi eða gegnum umboðsmann með minnst 24 klst. fyrirvara, en fiskiskip í síðasta lagi með 1 klst. fyrirvara. Tilkynna skal brottför með minnst 3 klst. fyrirvara.

7.4.      Skipstjóri skal við komu til hafnar gefa skipaþjónustu eða hafnarstjóra eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á:

            - Skipsnafn, skipaskrárnúmer, þjóðerni, stærð samkvæmt mælibréfi, djúprista og síðasti viðkomustaður.

            - Nafn skipstjóra.

            - Stærð áhafnar og fjöldi farþega. - Tegund og magn farms.

            - Um hættulegan farm, tegund (tækniheiti og IMDG flokkun) og magn.

            - Um hugsanlega sjúkdóma um borð.

            - Nafn umboðsmanns.

7.5       Búnaður skipa skal uppfylla kröfur alþjóðasamþykkta, sem íslensk stjórnvöld hafa staðfest svo og sérreglna Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipstjórnarmenn skulu sýna hafnarstarfsmönnum, ef óskað er, skírteini um fullnægjandi búnað skipa sinna.

 

8. gr.

Umferð um höfnina.

8.1       Skip sem kemur til hafnar skal leita upplýsinga hjá hafnarstjóra eða umboðsmanni hvar binda megi skipið við bryggju. Óheimilt er að binda skip annars staðar en þar sem starfsmenn hafnarinnar vísa til.


8.2       Skip mega ekki láta vélar ganga of svo miklu afli að öðrum skipum eða hafnar­mannvirkjum stafi hætta of straumi frá aðal- eða þverskrúfum.

8.3       Skylt er að gæta allrar varúðar í meðferð elds og ljósa í skipum á höfninni.

8.4       Sérhvert skip, sem ekki er bundið við bryggju eða hafnarbakka, skal hafa uppi fyrirskipuð ljós og dagmerki.

8.5       Skemmti- og smábátar, þar með taldir ára- og seglbátar, skulu svo sem frekast er unnt forðast siglingaleiðir stærri skipa, sem eru á leið til eða frá höfninni. Ennfremur skal sýna sérstaka aðgæslu er skip njóta aðstoðar dráttarbáta eða eru að leggja að og frá viðlegu.

 

9. gr.

Skip í viðlegu.

9.1       Skip telst í viðlegu, er það liggur við hafnarbakka, bryggju, þ. m. t. utan á öðru skipi, eða föst legufæri og er í eða bíður eftir afgreiðslu eða þjónustu.

9.2       Skip hljóta viðlegu í sömu röð og þau koma til hafnar. Undantekin eru skip, sem hafa fastar viðlegur eða umsamin forgangsafnot hafnarbakka og skemmtiferðaskip.

9.3       Ekki má festa skip við hafnarbakka eða bryggjur nema við festarhringa eða festar­stólpa. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggju eða hafnarbakka og skulu festar auðkenndar með veifum eða öðrum varúðarmer­kjum. Þyki hafnarstjóra þess ekki nægilega gætt, getur hann krafist, að bætt sé úr því tafarlaust.

9.4       Þegar búið er að leggja skipi við bryggju, má ekki flytja það innan hafnar án leyfis hafnarstjóra, en skyldur er skipstjóri að flytja skipið, ef hafnarstjóri skipar svo fyrir. Skip, sem ekki er verið að lesta eða losa, eða eru ekki í rekstri, mega aldrei liggja svo í höfninni. að þau tálmi vinnu við önnur skip og skal skylt að hlýða boðum hafnarinnar um flutning þeirra. Liggi skip á innri höfninni án þess að nokkuð sé unnið við það, getur hafnarstjóri krafist þess, að það sé tekið burtu. Færist hlutaðeigandi undan að færa skipið samkvæmt ákvæðum þessa töluliðs eða dragist flutningur þess yfir þann tíma, er hafnarstjóri hefur fyrirskipað, er hafnarstjóra heimilt að láta flytja skipið á kostnað og ábyrgð skipseiganda.

9.5       Í sérhverju skipi skal að jafnaði vera einn maður að minnsta kosti, er tekið getur á móti skipunum starfsmanna hafnarinnar og framkvæmt þær.

            Skal hann sjá um að óviðkomandi aðilar hafi ekki aðgang að skipinu og ber eigandi fulla ábyrgð á öllu því tjóni er leiða kann of vanrækslu í þessu efni. Heimilt er hafnarstjóra að fallast á gæslu sérstakra öryggisvarða, enda séu hjá hafnarstjóra nöfn skipstjórnarmanna, sem kalla má út vegna veðurs eða annarra orsaka.

9.6       Hafnarstjóri ákveður legur fyrir skip 12 brl. og minni við viðeigandi mannvirki eftir því sem rými leyfir. Þegar skip er sjósett eða siglt í höfn, skal eigandi tilkynna það hafnarstjóra. Skip þessi eru á ábyrgð eigenda sama hvort þau eru á floti í höfninni eða á landi hennar. Heimilt er að fela félögum smábátaeigenda umsýslu á ákveðnum svæðum undir eftirliti hafnarstjóra samkvæmt nánari reglum.

 

10. gr.

Skip í lægi.

10.1     Skip telst í lægi er það liggur fyrir akkeri eða öðrum legufærum og er ekki í rekstri.        

10.2     Skipum, sem leggja skal í lægi, má aðeins leggja á þeim stöðum, er hafnarstjóri leyfir. Skipunum skal lagt undir umsjá hafnarstjóra og legufæri ákveðin í samráði við hann, enda liggi fyrir samþykki tryggingarfélags skipsins.

            Eftirlit og viðhald legufæra er á ábyrgð skipseiganda.


            Meðan skip liggur mannlaust í lægi, skal ekki sjaldnar en tvisvar í mánuði farið út í það til þess að líta eftir, hvort legufæri eða annað hafi haggast eða bilað, og ef svo reynist, skal lagfæra það svo fljótt, sem auðið er.

            Áður en skipstjóri fer of skipinu, skal hann skriflega tilgreina hafnarstjóra siglinga­fróðan mann, sem búsettur er á Dalvík er og hafa skal umsjón skipsins á hendi. Beinir hafnarstjóri til hans öllum fyrirskipunum, sem skipið varða. Sér hann um að þeim sé fullnægt. Verði dráttur á því, skal hafnarstjóri láta fullnægja þeim, en skipseigandi greiði allan kostnað, sem of því leiðir.

 

III. KAFLI

Afnot hafnarmannvirkja og landsvæða.

11. gr.

Lestun og losun, almennt.

11.1     Afnot hafnarmannvirkja og lands er öllum heimil að fengnu leyfi hafnaryfirvalda og gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá.

11.2     Hafnarstjórn ber enga ábyrgð á varningi eða öðrum eignum, sem geymdar eru á hafnarsvæðinu.

11.3     Við lestun og losun skal viðhafa fyllstu gætni til að koma í veg fyrir óeðlilegt slit mannvirkja og búnaðar. Ekki má draga þunga hluti eftir hafnarbökkum, né sturta varningi of bílum án eðlilegs hlífðarlags.

11.4     Hafnarstjórn getur sett hraða - og þungatakmarkanir á hafnarsvæðinu. Í sérstökum tilfellum er þó hafnarstjóra heimilt að veita undanþágu frá slíku.

11.5     Óheimilt er að geyma tækjabúnað á hafnarsvæðinu utan eigin leigusvæða án leyfis hafnaryfirvalda.

11.6     Þeir munir eða vörur, sem skipað er upp eða láta á í skip, mega ekki liggja á bryggju, hafnarbakka eða annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu á slíkum varningi. Hafnarstjóri getur flutt vörur og muni, sem geymdir eru í óleyfi, burt á kostnað og ábyrgð eiganda eða umboðsmanns hans.

11.7     Við lestun og losun á vikri, sandi, kolum og öðru þess háttar, er skylt að hafa nægilega sterkar hlífar milli skips og hafnarbakka, svo að ekkert falli fyrir borð. Sé þessa eigi gætt, getur hafnarstjóri stöðvað verkið, uns bætt hefur verið úr því, sem áfátt er.

11.8     Þegar lokið er lestun eða losun skal sá er séð hefur um lestun eða losun, láta ræsta bryggju þá eða hafnarbakka, sem notuð hefur verið. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um að það sé gert, en afgreiðslumaður skipsins greiði allan kostnað sem of því leiðir.

 

12. gr.

Meðferð eldfims og hættulegs varnings.

12.1     Skip, sem flytja sprengiefni, eldfima vökva, lofttegundir undir þrýstingi (flöskugas) eða efni, sem við vissar aðstæður valda eld- eða sprengihættu, mega ekki leggjast að bryggju, fyrr en leyfi hefur verið vent til þess.

            Skipstjóra eða umboðsmanni ber að tilkynna hafnarstjóra og slökkviliðsstjóra um farminn 24 klst. fyrir áætlaðan komutíma. Tilkynningarskyldan nær til efna, sem samkvæmt alþjóðareglum (International Maritime Dangerous Goods Code) flokkast í flokka 1, 2, 3, 4 og 5. Í tilkynningu skal greina tækniheiti efna og UN-tölu þeirra skv. IMDG-reglum, magn, pökkun og lestun. Sem dæmi um hættulegan earning má nefna: Púður, dýnamit, geomit, hlaðnar patrónur, bensín, steinolíu, aceton, terpentínu, toluol, kosangas, kalciumkarbit, ammoníumnítrat, natríumklorat.


12.2     Losun á vöru, sem um ræðir í þessari grein skal að jafnaði framkvæmd strax og skip hefur lagst að bryggju og á undan losun á öðrum varningi. Við losun skal slíkur farmur lestaður síðast, og skal skip láta úr höfn strax að lestun lokinni.

            Álíti hafnarstjóri að hætta geti stafað of lestun eða losun eldfimrar vöru getur hann stöðvað verkið uns nauðsynlegar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar.

12.3     Skylt er að hafa öryggisvörð við skip, sem lesta eða losa eldfimar vörur. Hafnarstjóri getur ákveðið að lestun og losun slíkrar vöru fari fram við sérstaka hafnarbakka, þar sem tryggast er talið.

            Varningur skal geymdur á svæði, sem hafnarstjóri samþykkir. Setja skal sérstakar reglur um nánari framkvæmd og ákvæði þessarar greinar, sbr. ráðleggingar Alþjóða­siglingamálastofnunarinnar (IMO) um öryggi við flutning, meðferð og geymslu á hættulegum efnum á hafnarsvæðum.

            Skip, sem flytja eldfim efni, skulu á daginn hafa uppi rautt flagg (merkjatákn B) á framsiglu, en á nóttunni rautt ljósker. Í skipum, sem flytja eldfim efni, má eigi kveikja eld eða ljós nema undir kötlum skipsins eða í eldavél skipsins og á lögboðnum ljóskerjum. Tóbaksreykingar eru bannaðar í þeim skipum og á því svæði, þar sem unnið er að fermingu eða affermingu eldfims varnings.

 

IV. KAFLI

Um hafnargjöld á Dalvík.

13. gr.

Um hafnargjöld.

13.1     Gjöld til hafnarsjóðs skulu innheimt samkvæmt gjaldskrám, er settar skulu í samræmi við ákvæði 13. gr. hafnalaga.

 

V. KAFLI

Ýmis ákvæði.

14. gr.

Löggæsla á hafnarsvæði, umferð og fleira.

14.1     Lögreglan á Dalvík hefur á hendi almenna löggæslu á hafnarsvæðinu.

14.2     Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga, er bannað að dvelja á landi hafnarinnar, ef þeir með því tálma lestun og losun eða önnur störf, sem þar eru unnin. Banna má ónauðsynlegan akstur hvers konar ökutækja um bryggjur, hafnarbakka, farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði. Fólk, sem fer um hafnarsvæðið, er þar á eigin áhættu og ábyrgð.

14.3     Bannað er að skjóta of byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni. Sömuleiðis er bannað að skjóta flugeldum á hafnarsvæðinu án leyfis.

14.4     Sand- og malarnám og önnur slík starfsemi er bönnuð á hafnarsvæðinu án leyfis. Fiskveiðar á hafnarsvæðinu mega ekki trufla eðlilega umferð og afgreiðslu.

            Bannað er að leggja veiðarfæri á merktar siglingaleiðir og er heimilt að fjarlægja slík veiðarfæri bótalaust.

14.5     Hafnarstjóra skal þegar tilkynnt um allt það, sem bjargað er í höfninni, en hann gefur aftur lögreglunni skýrslu um það.

 

15. gr.

Skipsflök og hlutir í hirðuleysi.

15.1     Ef skip lendir á grynningum eða sekkur, þar sem það, að áliti hafnarstjóra tálmar greiðri notkun hafnarinnar, skal færa það burtu svo fljótt sem auðið er. Verði dráttur á því, má hafnarstjóri láta færa skipið burt á kostnað eigandans, og er honum heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum, ef nauðsyn krefur. Skipsflök má ekki draga á land á hafnarsvæðinu án leyfis.

15.2     Ef skip, bátar, flutningatæki á landi eða annar búnaður er í hirðuleysi á hafnarsvæðinu og/eða veldur óþrifnaði eða hættu þá skal hafnarstjóri fyrirskipa úrbætur innan ákveðins frests. Sé slíkum fyrirmælum ekki sinnt, má fjarlægja viðkomandi hlut á kostnað eiganda án nokkurrar skaðabótaskyldu.

 

16. gr.

Varnir gegn mengun og óþrifnaði.

16.1     Engum úrgangi eða rusli má kasta í höfnina.

16.2     Bannaður er hvers konar hvalskurður í og við höfnina. Eigi má draga, reka eða flytja á annan hátt inn í höfnina hvaltegundir, skipsflök eða neitt það, sem valdið getur óþrifnaði, umferðatruflun eða óþægindum í höfninni nema leyfi hafnarstjóra komi til.

16.3     Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og öðrum atvinnurekstri, er stranglega bannað að dæla eða láta renna í höfnina olíu, lýsi, olíusora eða annað sem mengun veldur.

            Skip sem hyggjast taka fljótandi eldsneyti, skulu áður hafa gert ráðstafanir svo olía renni ekki í sjóinn of þilfari, verði óhapp, m. a. með því að loka afrennslisleiðum frá þilfari. Afgreiðsluaðila er óheimilt að afgreiða olíu til skipa, sem ekki hafa að mati hafnarstarfsmanna gengið forsvanlega frá þessum atriðum.

            Um varnir gegn mengun sjávar og viðurlög við mengunarbrotum fer samkvæmt gildandi lagaákvæðum á hverjum tíma.

 

17. gr.

Beiðni um og skilyrði fyrir þjónustu.

17.1     Allir þeir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoðar á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér beint til skrifstofu hafnarinnar með beiðni þar að lútandi.

            Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar.

 

18. gr.

Hverjum gefa skal fyrirmæli.

18.1     Hverja þá skipum, sem samkvæmt reglugerð þessari má gefa skipi, skal gefa skipstjóra, en stýrimanni ef skipstjóri er ekki á skipi og eigi heldur umboðsmaður hans, samkvæmt gr. 9.5. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum of skipshöfninni skipunina, og er það jafngilt sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

19. gr.

Um skaðabótaskyldu.

19.1     Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar eða áhöldum, fer eftir almennum reglum.

            Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur, má ákveða þær of tveim óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en 1 mánuður er liðinn frá því, að matsgerð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt of 3 óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, sem krafðist yfirmats, ef það gengur honum ekki í vil.

19.2     Nú veldur skip skemmdum í höfninni eða skipsstjóri verður brotlegur við ákvæði reglugerðar þessarar, og er þá óheimilt að flytja skipið úr höfninni áður en málið er útkljáð, nema fullnægjandi trygging sé sett fyrir greiðslu að dómi hafnarstjóra.

            Bótakröfum hafnarsjóðs fylgir lögtaksréttur sbr. 38. gr. hafnalaga.

 

20. gr.

Brot, sektarákvæði og meðferð mála.

20.1     Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum lögum.

            Sektirnar renna í hafnarsjóð Dalvíkur. Til tryggingar sektum og vangoldnum gjöldum má leita kyrrsetningar sbr. 39. gr. hafnalaga.

20.2     Með mál út of brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 69, 28. maí 1984, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi hafnarreglugerð fyrir Dalvík nr. 157/1950, ásamt síðari breytingum.

 

21. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.

21.1     Þar til gengið hefur verið frá gjaldskrá samkv. 13. gr. hafnarlaga gilda núverandi gjaldskrár.

 

Samgönguráðuneytið, 29. September 1985.

 

Matthías Bjarnason.

Ólafur S Valdimarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica