REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um holræsi og holræsagjöld
í Hvammstangahreppi nr. 414 31. desember 1973.
1. gr.
3. gr. orðist svo
Kostnaður allur við holræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði. Til að standast þann kostnað ber hverjum húseiganda, sem tengir heimæð við aðalæð, að greiða tengigjald, samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar. Einnig ber hverjum húseiganda, sem á hús við veg, götu eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt í, að greiða holræsagjald til hreppsins, sem miðast við fasteignamat húss og lóðar 0.15% samkvæmt núverandi fasteignamati, þó aldrei lægra en kr. 5 000, sem breytist hlutfallslega jafnt og holræsagjald sem reiknað er eftir fasteignamati.
Tengigjald kr. 12 000 fyrir hús með einni íbúð. en auk þess kr. 5 000 fyrir íbúð umfram eina, fyrir atvinnuhúsnæði kr. 24 000. Gjöld þessi eru miðuð við byggingarvísitölu 176 stig og breytast samkvæmt henni.
Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hvammstangahrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum, nr. 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 17. maí 1978.
F. h. r. Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.