Brottfallnar reglugerðir

466/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, sbr. breytingu með rg. nr. 364/1990, svo og um breytingu á reglugerð nr. 168/1970 um heilbrigðisskoðu - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða,

sbr. breytingu með rg. nr. 364/1990, svo og um breytingu á reglugerð nr. 168/1970

um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum.

 

1. gr.

                2. mgr. 33. gr. rg. nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða orðist svo:

                Á merkimiða er heimilt að skrá númer eða annað auðkenni framleiðanda.

 

2. gr.

                Við 33. gr. rg. nr. 188/1988 um slátrun, mat og meðferð sláturafurða komi ný málsgrein er verður svohljóðandi:

                Landbúnaðarráðherra getur veitt einstökum sláturleyfishöfum heimild til að víkja frá ákvæðum um litamerkingar við gæðaflokkun skv. ákvæðum þessarar greinar og ákvæðum 17. gr.

 

3. gr.

                4. mgr. 13. gr. rg. nr. 168/1970 um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum orðist svo:

                Merkimiða skal festa tryggilega á hvern skrokk eða hluta af skrokk. Ef afurðir eru ætlaðar til útflutnings getur landbúnaðarráðherra ákveðið sérstakar merkingar á miða þessa.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytinu, 16. ágúst 1996.

 

F. h. r.

Guðmundur Sigþórsson.

Jón Höskuldsson.

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica